Innlent

Borgarfjarðarbrú lokuð vegna eldsvoða í bifreið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Borgarfjarðarbrú er lokuð en að sögn sjónarvotts sem hringdi í Vísi þá stendur bifreið í ljósum logum á brúnni. Slökkvilið Borgarbyggðar var komið á vettvang. Miklar raðir hafa myndast báðum megin við brúnna að sögn sjónarvotta.

Ekki er ljóst hvað kom fyrir en slökkviliðsstjórinn gat ekki tjáð sig um málið þegar haft var samband við hann þar sem hann var sjálfur upptekinn á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×