Innlent

Tollgæslan hefur tekið mikið af kókaíní úr umferð

Eiturlyf. Mynd úr myndasafni.
Eiturlyf. Mynd úr myndasafni. Mynd/Pjetur
Tollgæslan tók meira af kókaíni úr umferð fyrstu fjóra mánuði ársins en allt árið í fyrra alls fjögur og hálft kíló. Þetta kemur fram í frét RÚV.

Aðeins vantaði rúm 400 grömm upp á að Tollgæslan næði jafnmiklu af amfetamíni fyrstu fjóra mánuðina og allt árið í fyrra. Alls voru tekin rúmlega fjórtán kíló af amfetamíni.

Allt kókaínið náðist á Keflavíkurflugvelli en ríflega 900 kannabisfræjum og kílói af maríjúana náði Tollgæslan af fíkniefnaneytendum og -seljendum í Reykjavík, segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×