Innlent

Oddný: Ég hef skömm á viðbrögðum biskups

Erla Hlynsdóttir skrifar
Oddný Sturludóttir gagnrýnir kirkjuna harðlega
Oddný Sturludóttir gagnrýnir kirkjuna harðlega
Oddnýju Sturludóttur, formanni menntaráðs Reykjavíkur, er misboðið vegna ræðu séra Karls Sigurbjörnssonar biskups um helgina þar sem hann sagði bann við trúboði í leik- og grunnskólum stuðla að „fáfræði, fordómum og andlegri örbirgð."

Í Facebook-færslu sem Oddný setti inn í morgun segir:

„Oddný Sturludóttir er formaður menntaráðs. Og ætlar að stíga uppí næstu pontu og hafa ítrustu skoðun á innri málum kirkjunnar, fordómum yfirstjórnar kirkjunnar gegn hjónabandi samkynhneigðra og klúðurslegum viðbrögðum hennar í tengslum við kynferðislega misnotkun kirkjunnar manna á skjólstæðingum sínum. Væri það ekki bara eðlilegt miðað við afskipti og áhuga biskups á skólastarfi? Ég hef skömm á viðbrögðum biskups."


Tengdar fréttir

Undrast ofsafengin viðbrögð biskups vegna trúboðsbanns

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, oftúlkar tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um takmarkanir við aðgangi trúfélaga að skólastarfi í borginni. Þetta segir Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Henni finnst viðbrögðin ofsafengin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×