Innlent

Rífandi stemmning í roki og rigningu

„Það er rífandi stemmning og konur hrópa og klappa," sagði ein kona sem Vísir ræddi við og var stödd á Arnarhóli þar sem fundarhöld fara fram vegna kvennafrídagsins.

Um 50 þúsund konur eru staddar í miðborginni í tilefni dagsins en þær stóðu upp frá störfum sínum klukkan 14:25 til þess að vekja athygli á launamuni kynjanna. Dagurinn í dag er einnig tileinkaður baráttunni gegn kynferðisofbeldi.

Það er ískalt úti og varað við stormi en konur láta það ekki á sig fá.

Mikil stemmning myndaðist á meðal kvennanna þegar Dr. Guðrún Jónsdóttir, sem var áður forstöðukona Stígamóta, hélt ræðu fyrir stundu.

Hún spurði í lok ræðunnar hvort það væri eðlilegt að konur ynnu á hverjum degi kauplaust í tvær klukkustundir og 35 mínútur. Fjöldinn hrópaði þá nei og fagnaði gífurlega í lokin.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×