Innlent

Tillögur mannréttindaráðs hamla kennurum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að banna heimsóknir nemenda í bænahús trúfélaga fela í sér skerðingu á möguleikum kennara í trúarbragðafræði til að beita fjölbreyttum kennsluháttum. Þetta segir í erindi sem stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði sendi Vísi.

Stjórn félagsins bendir á að víða í aðalnámskrá grunnskóla sé talað um vettvangsferðir sem mikilvægan hluta af námi nemenda. Hér stangist tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur á við áherslur í aðalnámskrá.

Stjórnin segir jafnframt að með ákvæðum um bann við trúarlegri listsköpun og notkun sálma sé einnig verið að hamla því að beitt sé skapandi og fjölbreyttum vinnubrögðum í trúarbragðakennslu. Biblían og önnur trúarrit séu uppfull af táknrænu myndmáli sem birtist í listasögunni og trúarleg efni hafi verið listamönnum innblástur í gegnum aldirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×