Fréttir vikunnar: Beinskeyttur biskup og bensínstöð bjargað Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. október 2010 20:00 Biskup Íslands talaði skýrt í predikun sinni í morgun. Mynd/ Hari. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði við Visi á mánudaginn að það væri mikið áhyggjuefni hvernig komið væri fyrir umræðu um kynferðisbrot. „Ég tel það háalvarlegt mál að því sé haldið fram á opinberum vettvangi að embættismenn vinni markvisst gegn framgangi kynferðisbrota og að brotaþolum kynferðisbrota „sé ekki trúað" í réttarkerfinu sem sé ein „svikamylla"," sagði Valtýr þá. Á þriðjudaginn sögðum við frá því að Samtök tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi mótmæla harðalega hugmyndum Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar um sérstakt gjald á netnotkun. Segja samtökin að með þessu sé beinlínis vegið að hagsmunum annara skapandi greina, svo sem tölvuleikjaframleiðenda, enda ljóst að umrætt gjald kæmi bæði niður á fyrirtækjunum sjálfum og viðskiptavinum þeirra. Sama dag sögðum við frá því að allt að átján íslenskir einstaklingar með einhverfu verða þjálfaðir til starfa við hugbúnaðarprófanir á Íslandi á hverju ári hér eftir. Það eru Sérfræðingarnir, sem er sjálfseignastofnun nátengd Umsjónarfélagi einhverfra, sem sér um verkefnið. Síðdegis á miðvikudag sögðum við frá því að ung íslensk hjón létust í morgun í bílslysi nálægt bænum Mugla í suðvesturhluta Tyrklands. Sjö mánaða gamalt barn hjónanna var með í bifreiðinni. Á fimmtudaginn sögðum við frá því að Skeljungur hefði hætt við að loka bensínstöðinni í Skógarhlíð, skammt fyrir ofan slökkvistöðina. Til stóð að loka henni nú um helgina en viðskiptavinir söfnuðu undirskriftum til að koma í veg fyrir það. Bensínstöðin og starfsmenn hennar njóta mikilla vinsælda meðal viðskiptavina, ekki síst þeirra sem eru í hópi leigubílstjóra. Á föstudaginn sögðum við frá því að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, lýsti sig saklausan við þingfestingu ákæru á hendur honum. Baldur er ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi. Daníel Ernir, litli sex mánaða gamli drengurinn sem komst lífs af úr bílslysi í Tyrklandi á miðvikudaginn, kom heim til Íslands í gær. Við sögðum líka frá því í gær að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fékk veitta Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta fyrir árið 2010. Í rökstuðningi með viðurkenningunni segir að Sigrún Pálína hafi sýnt ótrúlega þrautseigju og hugrekki með því að segja sögu sína, þrátt fyrir ítrekaðar og öflugar þöggunartilraunir. Í dag sögðum við svo frá beinskeyttri gagnrýni Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur um að meina fulltrúum þjóðkirkjunnar samskipti við grunnskólabörn á skólatíma. Karl sagði í predikun í Hallgrímskirkju í morgun að kerfisbundið væri unnið að því að fela þá staðreynd að íslensk þjóðmenning væri byggð á kristindómnum. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði við Visi á mánudaginn að það væri mikið áhyggjuefni hvernig komið væri fyrir umræðu um kynferðisbrot. „Ég tel það háalvarlegt mál að því sé haldið fram á opinberum vettvangi að embættismenn vinni markvisst gegn framgangi kynferðisbrota og að brotaþolum kynferðisbrota „sé ekki trúað" í réttarkerfinu sem sé ein „svikamylla"," sagði Valtýr þá. Á þriðjudaginn sögðum við frá því að Samtök tölvuleikjaiðnaðarins á Íslandi mótmæla harðalega hugmyndum Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar um sérstakt gjald á netnotkun. Segja samtökin að með þessu sé beinlínis vegið að hagsmunum annara skapandi greina, svo sem tölvuleikjaframleiðenda, enda ljóst að umrætt gjald kæmi bæði niður á fyrirtækjunum sjálfum og viðskiptavinum þeirra. Sama dag sögðum við frá því að allt að átján íslenskir einstaklingar með einhverfu verða þjálfaðir til starfa við hugbúnaðarprófanir á Íslandi á hverju ári hér eftir. Það eru Sérfræðingarnir, sem er sjálfseignastofnun nátengd Umsjónarfélagi einhverfra, sem sér um verkefnið. Síðdegis á miðvikudag sögðum við frá því að ung íslensk hjón létust í morgun í bílslysi nálægt bænum Mugla í suðvesturhluta Tyrklands. Sjö mánaða gamalt barn hjónanna var með í bifreiðinni. Á fimmtudaginn sögðum við frá því að Skeljungur hefði hætt við að loka bensínstöðinni í Skógarhlíð, skammt fyrir ofan slökkvistöðina. Til stóð að loka henni nú um helgina en viðskiptavinir söfnuðu undirskriftum til að koma í veg fyrir það. Bensínstöðin og starfsmenn hennar njóta mikilla vinsælda meðal viðskiptavina, ekki síst þeirra sem eru í hópi leigubílstjóra. Á föstudaginn sögðum við frá því að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, lýsti sig saklausan við þingfestingu ákæru á hendur honum. Baldur er ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi. Daníel Ernir, litli sex mánaða gamli drengurinn sem komst lífs af úr bílslysi í Tyrklandi á miðvikudaginn, kom heim til Íslands í gær. Við sögðum líka frá því í gær að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir fékk veitta Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta fyrir árið 2010. Í rökstuðningi með viðurkenningunni segir að Sigrún Pálína hafi sýnt ótrúlega þrautseigju og hugrekki með því að segja sögu sína, þrátt fyrir ítrekaðar og öflugar þöggunartilraunir. Í dag sögðum við svo frá beinskeyttri gagnrýni Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur um að meina fulltrúum þjóðkirkjunnar samskipti við grunnskólabörn á skólatíma. Karl sagði í predikun í Hallgrímskirkju í morgun að kerfisbundið væri unnið að því að fela þá staðreynd að íslensk þjóðmenning væri byggð á kristindómnum.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira