Landlæknir vill banna transfitusýrur Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. nóvember 2010 13:46 Geir Gunnlaugsson landlæknir er hlynntur því að transfitusýrur verði bannaðar í matvælum. Mynd/ Anton. Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Landlæknisembættið er hlynnt því að notkun transfitusýra í matvælum verði bönnuð. Geir Gunnlaugsson, landlæknir segir mikilvægt að stjórnvöld séu vel vakandi fyrir þáttum sem geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á heilsu. Í því skyni þurfi að skoða mjög vel hvaða möguleikar séu í stöðunni hvað varðar matvæli. „Það sem við vitum um transfitusýrur er að þær geta haft áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. notkun þeirra gæti þannig unnið gegn markmiðum heilbrigðisyfirvalda um að styðja við heilbrigða lífshætti," segir Geir í samtali við Vísi. Hann segir að í nokkrum nágrannaríkjum, svo sem Danmörku, Frakklandi, Austurríki og fleiri löndum hafi tekist að gjörbreyta notkun úr transfitum yfir í notkun á heilnæmari fitum eða olíu. „Þetta hefur farið fram án þess að það væri nokkur styr um það," segir Geir. Hann bendir á að almenningur í Danmörku hafi varla tekið eftir breytingunum þar á meðan að þær gengu í gegn. „Þannig að við erum að sjá þarna tækifæri fyrir stjórnvöld til að koma þarna inn með ákvörðun sem getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsu íbúanna hvað varðar hjarta og æðasjúkdóma. Út frá mínu sjónarhorni er nánast ekkert sem mælir gegn því að banna transfitu," segir Geir. Geir segir að iðnaðurinn hafi að einhverju leyti verið að taka mark á þeirri umræðu sem hafi verið í gangi um transfitusýrur og verið að reyna að finna lausnir. Menn geti því ef til vill spurt sig hvort það þurfi boð og bönn. Hann telji þó sjálfur að til þess að ná breytingum í gegnum allt kerfið sé jákvætt að styðja þetta skref. „Já ég styð það," segir Geir. Hann segir að kostnaðurinn við þessar breytingar ætti ekki að vera mikill. Hugsanlega gæti þó vöruverð hækkað eitthvað vegna þess að framleiðendur þyrftu að breyta um vélar og efnasamsetningu. „Það myndi ef til vill leiða til hærra verðs. Ég kann ekki þann þátt en þegar maður vegur plús og mínus, þá eru plúsarnir margfaldir miðað við reynslu nágrannaþjóðanna," segir Geir.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira