Vonir bundnar við framkvæmdasjóð 20. nóvember 2010 08:45 Tæplega 400 þúsund manns koma að fossinum á ári. Þar er stöðugur ferðamannastraumur sem innviðir staðarins þola engan veginn.fréttablaðið/gva Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp um stofnun framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar í vetur. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og þeir sem koma að umhverfisvernd líta á svarta skýrslu Umhverfisstofnunar (UST) um ástand friðlýstra svæða sem lokaviðvörun til stjórnvalda um verndun helstu náttúrugersema þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi sem umhverfis- og iðnaðarráðuneytið stóðu fyrir í vikunni. Tilefnið var úttekt UST á ástandi friðlýstra svæða vegna ferðamanna, sem Fréttablaðið sagði frá á fimmtudag. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að ekki aðeins liggi mikilvæg svæði undir skemmdum heldur sýni rannsóknir UST að ferðamenn, jafnt sem heimamenn, séu að missa þolinmæðina. „Það er vaxandi óánægja með að hafa friðlýst svæði í sinni heimabyggð. Því fylgir mikill ágangur og mönnum finnst þeir sitja uppi með kostnaðinn.“ Iðnaðarráðherra, sem er jafnframt ráðherra ferðamála, vék að því í erindi sínu á málþinginu að á sama tíma og ferðaþjónustan nálgist það hratt að verða mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið sé útilokað að mikilvægustu ferðamannastaðirnir á Íslandi geti tekið við fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. „Markmiðið með þessum sjóði er að tryggja fjármagn til að byggja upp fjölsótta ferðamannastaði og bæta aðstöðu og aðgengi að náttúruperlum þar sem verja þarf náttúruna eða auka öryggi. Eins að fjölga aðgengilegum stöðum þannig að álag aukins ferðamannasjóðs dreifist betur,“ sagði Katrín. Hún reifaði jafnframt að ekki væri samstaða um það hvernig gjaldtöku yrði háttað, en stefnt væri að því að nýtt frumvarp fjármálaráðherra um umhverfisgjald verði lagt fram samhliða frumvarpi Katrínar um framkvæmdasjóðinn. Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Katrín kynnti hana á Iðnþingi í mars. Þá gerði ráðherra sér vonir um að lífeyrissjóðirnir kæmu að stofnun sjóðsins og „síðar á árinu“ yrðu 500 til 700 milljónir til ráðstöfunar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins um sama leyti að sjóðurinn marki „upphaf nýrrar sóknar í uppbyggingu sem á að undirbúa okkur undir að taka við milljón ferðamönnum eftir tíu ár“. svavar@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp um stofnun framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar í vetur. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu og þeir sem koma að umhverfisvernd líta á svarta skýrslu Umhverfisstofnunar (UST) um ástand friðlýstra svæða sem lokaviðvörun til stjórnvalda um verndun helstu náttúrugersema þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi sem umhverfis- og iðnaðarráðuneytið stóðu fyrir í vikunni. Tilefnið var úttekt UST á ástandi friðlýstra svæða vegna ferðamanna, sem Fréttablaðið sagði frá á fimmtudag. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að ekki aðeins liggi mikilvæg svæði undir skemmdum heldur sýni rannsóknir UST að ferðamenn, jafnt sem heimamenn, séu að missa þolinmæðina. „Það er vaxandi óánægja með að hafa friðlýst svæði í sinni heimabyggð. Því fylgir mikill ágangur og mönnum finnst þeir sitja uppi með kostnaðinn.“ Iðnaðarráðherra, sem er jafnframt ráðherra ferðamála, vék að því í erindi sínu á málþinginu að á sama tíma og ferðaþjónustan nálgist það hratt að verða mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið sé útilokað að mikilvægustu ferðamannastaðirnir á Íslandi geti tekið við fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. „Markmiðið með þessum sjóði er að tryggja fjármagn til að byggja upp fjölsótta ferðamannastaði og bæta aðstöðu og aðgengi að náttúruperlum þar sem verja þarf náttúruna eða auka öryggi. Eins að fjölga aðgengilegum stöðum þannig að álag aukins ferðamannasjóðs dreifist betur,“ sagði Katrín. Hún reifaði jafnframt að ekki væri samstaða um það hvernig gjaldtöku yrði háttað, en stefnt væri að því að nýtt frumvarp fjármálaráðherra um umhverfisgjald verði lagt fram samhliða frumvarpi Katrínar um framkvæmdasjóðinn. Hugmyndin er ekki ný af nálinni. Katrín kynnti hana á Iðnþingi í mars. Þá gerði ráðherra sér vonir um að lífeyrissjóðirnir kæmu að stofnun sjóðsins og „síðar á árinu“ yrðu 500 til 700 milljónir til ráðstöfunar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins um sama leyti að sjóðurinn marki „upphaf nýrrar sóknar í uppbyggingu sem á að undirbúa okkur undir að taka við milljón ferðamönnum eftir tíu ár“. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira