Barn í vændum og hvað svo? Guðrún Guðbjartsdóttir og Björg Sigurðardóttir skrifar 20. nóvember 2010 06:00 Björg Sigurðardóttir, ljósmóðir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Opið bréf til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknis og stjórnenda heilbrigðisstofnana. Kæru ráðherrar, landlæknir og stjórnendur heilbrigðisstofnana. Undanfarið hefur mikið farið fyrir umræðu um niðurskurð í heilbrigðismálum, sem virðist vera óumflýjanlegur vegna fjárhagsvanda íslenska ríkisins. Fjárlög hafa verið lögð fram til umræðu, en miðað við það fé sem til skiptanna er bendir allt til að almenn sjúkrahúsþjónusta á landsbyggðinni muni leggjast að mestu leyti af, nema á Akureyri, Akranesi og í Reykjavík. Á það ekki síst við um þjónustu við fæðandi konur og fjölskyldur þeirra, þar sem niðurskurðurinn mun bitna á þeim enn frekar en orðið er. Markvisst hefur verið unnið að því með breytingum á heilbrigðislögum að færa þjónustu fæðandi kvenna frá landsbyggðinni á fáar stórar fæðingardeildir, þar sem litið hefur verið svo á að „öll þjónusta" sé fyrir hendi. Þó er enn til staðar fæðingarþjónusta á svokölluðum D-heilbrigðisstofnunum, en óvíst að svo verði áfram (Landlæknisembættið, 2007). Við sem þetta skrifum höfum starfað sem ljósmæður í um og yfir 30 ár á notalegri fæðingardeild, sem til skamms tíma var sú þriðja stærsta á landinu, en er nú flokkuð sem D-staður. Þar hafa konur haft möguleika á að fæða börnin sín í heimabyggð með ástvini sína hjá sér. Samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO er einmitt lagt til að konur fæði þar sem þær upplifi sig öruggar og umhverfið henti þörfum þeirra. Fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu getur slíkur staður verið heimili þeirra, lítil fæðingarheimili eða fæðingardeildir á stórum sjúkrahúsum. En umfram allt þarf staðurinn að falla að hugmyndum konunnar um fæðingu, vellíðan og öryggi og eins nálægt heimili hennar og menningu og unnt er (World Health Organization, 1996). Í reglugerð um heilsugæslustöðvar (Stjórnartíðindi, 2007) er mæðravernd talin til grunnþjónustu og mun því væntanlega verða áfram til staðar á heilsugæslustöðvum landsins á virkum dögum frá klukkan 8.00-16.00. Hins vegar verður ekki það sama sagt um fæðingar og þjónustu við fjölskyldurnar þegar að fjölguninni kemur. Við, sem starfandi ljósmæður, vitum að rétt eins og að börn eru ekki bara getin á dagvinnutíma, fæðast þau heldur ekki eingöngu á þeim tíma. Þörfin fyrir þjónustu ljósmæðra úti á landi á öllum tímum sólarhringsins hverfur ekki þó ljósmæður verði ekki til staðar til að sinna konunum. Hins vegar má búast við því að verðandi foreldrar upplifi óöryggi í tengslum við barnsburðinn, sem bitnað getur á heilsu þeirra og líðan við fæðinguna. En vanlíðan og streita getur lengt fæðinguna og orsakað inngrip í hana sem annars hefði ekki þurft (World Health Organization, 1996). Ljósmæður hafa sérþekkingu til að sinna konum og fjölskyldum þeirra í eðlilegri meðgöngu, fæðingu og að henni lokinni. Í fyrrnefndri skýrslu frá WHO kemur fram að ljósmæður eru besti og hagkvæmasti kosturinn sem völ er á til að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu (World Health Organization, 1996). Í könnun á kostnaði við fæðingarþjónustu í Kanada kom fram að verulegur sparnaður náðist við hverja fæðingu þegar konur nutu umsjár ljósmæðra á meðgöngu og í fæðingu (O´Brien o.fl., 2010). Að velja ljósmæðrarekna fæðingarþjónustu fyrir heilbrigðar konur er hagkvæmur kostur eins og bent hefur verið á og enn fremur hefur komið fram í skýrslu frá Ljósmæðrafélagi Íslands (2010) um barneignarþjónustu á Íslandi. Hér að framan hafa stuttlega verið nefndar ástæður fyrir eflingu ljósmæðraþjónustu á Íslandi og hvernig má laga hana að breyttum efnahagsaðstæðum í landinu, án þess að loka litlum vel reknum fæðingarstöðum. Vissulega þurfum við á því að halda að konur í áhættumeðgöngu fái þjónustu við hæfi fyrir sig og fjölskyldur sínar, en við þurfum líka hagkvæma, notalega þjónustu í umhverfi sem hentar konum sem vilja og geta fætt utan hátækni sjúkrahúsa. Slíka þjónustu geta ljósmæður landsins veitt og myndi spara bæði tíma, fé og fyrirhöfn jafnt hjá fjölskyldum sem og hjá þeim sem halda um fjármál ríkisins. Uppstokkun fæðingarþjónustunnar þarf að ná til allra fæðingarstaða og vinna skipulagið samkvæmt þeim bestu rannsóknum og upplýsingum, innlendum og erlendum sem völ er á. Aðeins á þann hátt er hægt að ná fram raunverulegum sparnaði í fæðingarþjónustunni, sem ekki bitnar á öryggi eða heilbrigði kvenna og barna þeirra við fæðingu. Með vinsemd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Björg Sigurðardóttir, ljósmóðir við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Opið bréf til forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknis og stjórnenda heilbrigðisstofnana. Kæru ráðherrar, landlæknir og stjórnendur heilbrigðisstofnana. Undanfarið hefur mikið farið fyrir umræðu um niðurskurð í heilbrigðismálum, sem virðist vera óumflýjanlegur vegna fjárhagsvanda íslenska ríkisins. Fjárlög hafa verið lögð fram til umræðu, en miðað við það fé sem til skiptanna er bendir allt til að almenn sjúkrahúsþjónusta á landsbyggðinni muni leggjast að mestu leyti af, nema á Akureyri, Akranesi og í Reykjavík. Á það ekki síst við um þjónustu við fæðandi konur og fjölskyldur þeirra, þar sem niðurskurðurinn mun bitna á þeim enn frekar en orðið er. Markvisst hefur verið unnið að því með breytingum á heilbrigðislögum að færa þjónustu fæðandi kvenna frá landsbyggðinni á fáar stórar fæðingardeildir, þar sem litið hefur verið svo á að „öll þjónusta" sé fyrir hendi. Þó er enn til staðar fæðingarþjónusta á svokölluðum D-heilbrigðisstofnunum, en óvíst að svo verði áfram (Landlæknisembættið, 2007). Við sem þetta skrifum höfum starfað sem ljósmæður í um og yfir 30 ár á notalegri fæðingardeild, sem til skamms tíma var sú þriðja stærsta á landinu, en er nú flokkuð sem D-staður. Þar hafa konur haft möguleika á að fæða börnin sín í heimabyggð með ástvini sína hjá sér. Samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO er einmitt lagt til að konur fæði þar sem þær upplifi sig öruggar og umhverfið henti þörfum þeirra. Fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu getur slíkur staður verið heimili þeirra, lítil fæðingarheimili eða fæðingardeildir á stórum sjúkrahúsum. En umfram allt þarf staðurinn að falla að hugmyndum konunnar um fæðingu, vellíðan og öryggi og eins nálægt heimili hennar og menningu og unnt er (World Health Organization, 1996). Í reglugerð um heilsugæslustöðvar (Stjórnartíðindi, 2007) er mæðravernd talin til grunnþjónustu og mun því væntanlega verða áfram til staðar á heilsugæslustöðvum landsins á virkum dögum frá klukkan 8.00-16.00. Hins vegar verður ekki það sama sagt um fæðingar og þjónustu við fjölskyldurnar þegar að fjölguninni kemur. Við, sem starfandi ljósmæður, vitum að rétt eins og að börn eru ekki bara getin á dagvinnutíma, fæðast þau heldur ekki eingöngu á þeim tíma. Þörfin fyrir þjónustu ljósmæðra úti á landi á öllum tímum sólarhringsins hverfur ekki þó ljósmæður verði ekki til staðar til að sinna konunum. Hins vegar má búast við því að verðandi foreldrar upplifi óöryggi í tengslum við barnsburðinn, sem bitnað getur á heilsu þeirra og líðan við fæðinguna. En vanlíðan og streita getur lengt fæðinguna og orsakað inngrip í hana sem annars hefði ekki þurft (World Health Organization, 1996). Ljósmæður hafa sérþekkingu til að sinna konum og fjölskyldum þeirra í eðlilegri meðgöngu, fæðingu og að henni lokinni. Í fyrrnefndri skýrslu frá WHO kemur fram að ljósmæður eru besti og hagkvæmasti kosturinn sem völ er á til að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu (World Health Organization, 1996). Í könnun á kostnaði við fæðingarþjónustu í Kanada kom fram að verulegur sparnaður náðist við hverja fæðingu þegar konur nutu umsjár ljósmæðra á meðgöngu og í fæðingu (O´Brien o.fl., 2010). Að velja ljósmæðrarekna fæðingarþjónustu fyrir heilbrigðar konur er hagkvæmur kostur eins og bent hefur verið á og enn fremur hefur komið fram í skýrslu frá Ljósmæðrafélagi Íslands (2010) um barneignarþjónustu á Íslandi. Hér að framan hafa stuttlega verið nefndar ástæður fyrir eflingu ljósmæðraþjónustu á Íslandi og hvernig má laga hana að breyttum efnahagsaðstæðum í landinu, án þess að loka litlum vel reknum fæðingarstöðum. Vissulega þurfum við á því að halda að konur í áhættumeðgöngu fái þjónustu við hæfi fyrir sig og fjölskyldur sínar, en við þurfum líka hagkvæma, notalega þjónustu í umhverfi sem hentar konum sem vilja og geta fætt utan hátækni sjúkrahúsa. Slíka þjónustu geta ljósmæður landsins veitt og myndi spara bæði tíma, fé og fyrirhöfn jafnt hjá fjölskyldum sem og hjá þeim sem halda um fjármál ríkisins. Uppstokkun fæðingarþjónustunnar þarf að ná til allra fæðingarstaða og vinna skipulagið samkvæmt þeim bestu rannsóknum og upplýsingum, innlendum og erlendum sem völ er á. Aðeins á þann hátt er hægt að ná fram raunverulegum sparnaði í fæðingarþjónustunni, sem ekki bitnar á öryggi eða heilbrigði kvenna og barna þeirra við fæðingu. Með vinsemd.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun