Innlent

Koma í veg fyrir að spennufíklar stelist inn á lokuð svæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svæðið undir jöklinum er bannsvæði. Mynd/ Pjetur.
Svæðið undir jöklinum er bannsvæði. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan á Hvolsvelli hefur gríðarlegt eftirlit með Suðurlandsvegi undir fjöllunum til þess að koma í veg fyrir að óheiðarlegir spennufíklar stelist inn á lokuð svæði nærri gosstöðvunum.

Lögreglumaður sem Vísir talaði við í dag sagði að nokkur dæmi hefðu verið um að fólk hefði stolist inn á lokuð svæði. Til dæmis hefði fólk á Nissan Terrano stöðvað við Heimaland þar sem hafði sprungið hjá þeim. Í ljós hafi komið að fólkið ætlaði upp á Sólheimajökul og þaðan á Mýrdalsjökulinn.

Lögreglan á Hvolsvelli ítrekar það fyrir vegfarendum að svæðið nálægt jöklinum er hættusvæði og þangað er bannað að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×