Innlent

Leiðbeiningar vegna stórra loftræstikerfa og öskufalls

Öskufallið ferðast víða.

Mynd / Stefán Karlsson.
Öskufallið ferðast víða. Mynd / Stefán Karlsson.

Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu vegna öskufalls við hús sem eru með stór loftræstikerfi. Þar segir að best sé að ræða við þann sem hannaði kerfið til að fá leiðbeiningar um hvað eigi að gera til að búa það sem best undir öskufall.

Sé það ekki hægt er mælt með því að setja kerfið á lægstu stillingu. Á þeim kerfum þar sem ekki er forfilter á loftinntakinu er mælt með því að setja jarðvegsdúk yfir.

Þar sem meira álag verður á síur þegar mikið öskufall er þarf að fylgjast betur og oftar með þeim en ella. Sama á við jarðvegsdúkinn sé hann notaður sem filter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×