Innlent

Sterar og stinningarlyf í fæðubótarefnum

Gæðaeftirliti með fæðurbótarefnum sem seld eru hér á landi er verulega ábótavant. Dæmi er um að sterum og stinnigarlyfjum sé blandað saman við fæðubótarefni og að þau séu í einhverjum tilfellum skaðleg.

Gríðarlegur markaður fyrir fæðubótarefni á íslandi og fjölmargir sem nota slík efni meðfram líkamsrækt.

Næringarfræðingar og læknar hafa hins vegar áhyggju af því hve lítið eftirlit virðist vera með efnum sem seld eru hér á landi. Því reynslan hefur leitt í ljós að þau er æði misjöfn.

„Í sumum tilvikum er lyfjaefnum bætt út í án þess að það standi á umbúðum. Gæðum er mjög ábótavant, það getur valdið hugsanlegu heilsutjóni hjá neytendum," segir Magnús Jóhannsson læknir.

Magnús segir að á meðal þess sem framleiðendur hafa blandað út í fæðubótarefni séu sterar stinnigarlyf og efidrín, án þess þó að það komi fram í innihaldslýsingu. Neytendur viti því ekki alltaf hvað þeir séu að láta ofan í sig

„Meðan að gæðum er ábótavant er það mjög erfitt, það er ekki hægt að treysta því að innihaldslýsing sé rétt."

Til að mæta þessu vandamáli á að opna heimsíðu sem geymir nákvæmar upplýsingar um flæðurbótarefni sem neytendur geta kynnt sér. Því markaðssetnig þessara efni byggi oft á fáfræði neytandans.

„Það er verið að stíla inn á fáfræði fólks, leit fólks að lausnum að lausninni að einföldum heilsufarslegum vandamálum. Fólk sem er oft komið yfir í mikla sjúkdóma, að það er ofsalega auðvelt að sverma fyrir því með sterkri markaðssetningu á ýmsum efnum," segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×