Innlent

Flugi til Ísafjarðar aflýst - aðrir áfangastaðir í athugun

Flug til Ísafjarðar og Akureyrar eru í athugun
Flug til Ísafjarðar og Akureyrar eru í athugun Mynd: Vilhelm Gunnarsson
Óveður víða um land hefur haft nokkur áhrif á flugumferð. Þannig er Flugfélag Íslands búið að aflýsa síðdegisvélinni til Ísafjarðar. Vélum til Egilsstaða og Akureyrar hefur verið seinkað og óvíst hvort verði flogið. Farþegar á leið til Egilsstaða eiga að athuga með flug klukkan fimm en farþegar á leið til Akureyrar klukkan korter yfir fjögur.

Morgunvélar fóru til allra þessara staða, þar af tvær til Ísafjarðar.

Þeir sem áttu pantað flug með Flugfélagi Íslands og höfðu gefið upp farsímanúmer sitt, hafa verið látnir vita um breytingarnar með sms-skilaboðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×