Innlent

Skuldir fyrnast tveimur árum eftir gjaldþrot

Ríkisstjórnin vill að skuldir fyrnist á tveimur árum ef einstaklingur verður gjaldþrota
Ríkisstjórnin vill að skuldir fyrnist á tveimur árum ef einstaklingur verður gjaldþrota

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp sem gerir ráð fyrir að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot. Þetta kom fram á fundi forsætis- og fjármálaráðherra með blaðamönnum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Samkvæmt frumvarpinu fyrnast kröfur vegna húsnæðisskulda tveimur árum eftir að einstaklingur er tekinn til gjaldþrotaskipta.

Málið fór í gegn um réttarfarsnefnd sem telur frumvarpið ekki brjóta á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Sem kunnugt er hafa fjármálastofnanir talið að breytingar í þessa veru samræmdust ekki stjórnarskránni.

Búast má við að einhverjum kröfum verði hægt að viðhalda í gegn um dómstóla en málið skýrist betur í meðförum þingsins.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.