Innlent

Kennir opinberum álögum um minni umferð

Steinþór Jónsson, formaður FÍB.
Steinþór Jónsson, formaður FÍB.
Miklu minni umferð mældist á vegum landsins í septembermánuði en í sama mánuði í fyrra, og hefur umferðin ekki verið minni síðan árið 2005. Formaður Félags íslenskra bifreiðareigenda kennir opinberum álögum um.

Þeim virðist fækka bílunum á götum landsins. Samkvæmt upplýsingum frá 16 talningarstöðum Vegagerðarinnar á Hringveginum var umferð tæplega fjórum prósentum minni í september í ár en var í fyrra.

Mest var fækkunin á Suðurlandi, en þar keyrðu tæplega 8% færri bílar fram hjá talningarstöðunum. Á höfuðborgarsvæðinu nam fækkunin um 3,5%, en umferð minnkaði milli ára á öllum landsvæðum nema á Norðurlandi. Ekki hefur verið minni umferð í september síðan 2005. Sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins hefur umferðin dregist saman í öllum landshlutum samanborið við síðasta ár.

Steinþór Jónsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, kennir opinberum álögum á bifreiðareigindur um en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2011 er gert ráð fyrir að breyta skattlagningu ökutækja og eldsneytis svo hún taki mið af kolefnislosnun.

„Það er engin spurnig um það að álög á bifreiðareigendur eru gríðarlega miklar og hafa verið það. Það er nú þannig að bifreiðareigendur lenda í nýjum álögum og nýjum sköttum hvort sem það er kreppa eða ekki," segir Steinþór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×