Fótbolti

Áfall fyrir Frakka: Diarra ekki með á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Diarra hendir Andres Iniesta frá sér í leik Real Madrid og Barcelona.
Diarra hendir Andres Iniesta frá sér í leik Real Madrid og Barcelona. GettyImages

Frakkar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir HM í sumar. Lassanna Diarra, leikmaður Real Madrid, er meiddur og verður ekki með liðinu í Suður Afríku.

Diarra leikur lykilhlutverk sem djúpur miðjumaður hjá Frökkum. Hann spilaði tíu af tólf leikjum í undankeppninni en hann meiddist á nýjan leik í æfingabúðum liðsins í gær.

"Það er alltaf áfall að missa leikmann. Það er enn erfiðara núna þar sem þetta var ekki neitt val, þetta voru örlög," sagði dramatískur Raymond Dominech, þjálfari Frakka sem er aðeins með sjö miðjumenn í hópnum sínum.

Hann getur þó enn kallað inn nýja leikmenn en á æfingum undanfarið hefur það verið hlutskipti Abou Diaby að spila í stöðu Diarra á miðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×