Fótbolti

Fregna að vænta af Essien síðar í vikunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Essien og Didier Drogba eru liðsfélagar hjá Chelsea.
Essien og Didier Drogba eru liðsfélagar hjá Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Michael Essien fær að vita síðar í vikunni hvort hann eigi einhvern möguleika á að spila með landsliði Gana á HM í Suður-Afríku í sumar.

Essien hefur ekkert getað spilað undanfarna fimm mánuði en þá meiddist hann á hné.

„Við munum funda með knattspyrnusambandi Gana og Chelsea á næstu dögum," sagði Essien við enska fjölmiðla. „Okkur fannst betra að geyma þetta mál þar til ná til að trufla ekki Chelsea í undirbúningi liðsins fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni og úrslitaleik bikarkeppninnar."

Essien meiddist á lærisvöðva í leik með Chelsea í desember síðastliðnum en svo á hné í leik með Gana á Afríkumótinu í janúar. Upphaflega var búist við að hann yrði frá í sex vikur en annað hefur komið á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×