Enski boltinn

City vonast til þess að landa Gago og Mariga

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fernando Gago.
Fernando Gago. Nordic photos/AFP

Forráðamenn Manchester City virðast hafa í nógu að snúast á lokadegi félagsskiptagluggans ef marka má fregnir í breskum fjölmiðlum í dag.

Daily Mirror greinir frá því að City hafi lagt fram loka kauptilboð í miðjumanninn Fernando Gago hjá Real Madrid og vonast félagið til þess að ganga frá málum fyrir kl. 17 í dag.

Þá mun City einnig vera í viðræðum við Parma um kaup á McDonald Mariga en Valeri Bojinov mun þá fara í hina áttina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×