Enski boltinn

City-menn með nýtt kauptilboð í Johnson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Adam Johnson.
Adam Johnson. Nordic photos/AFP

Forráðamenn Manchester City hafa ekki gefið upp alla von um að landa kantmanninum knáa Adam Johnson hjá Middlesbrough áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag en enska b-deildarfélagið hafði áður hafnað boði fyrrnefnda félagsins í leikmanninn.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að City sé þegar búið að leggja fram nýtt kauptilboð í þennan fyrrum u-21 árs landsliðsmann Englands og munu viðræður á milli félaganna tveggja vera í fullum gangi.

Johnson hefur til þessa verið orðaður við fjölmörg lið í ensku úrvalsdeildinni og einna helst Chelsea og talið var líklegt að Lundúnafélagið ætlaði að klófesta Johnson næsta sumar þegar núgildandi samningur hans við Middlesbrough rennur út.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×