Ekki þvælast fyrir framkvæmdum 3. mars 2010 02:00 Sigmundur Ernir Af hverju heldurðu ekki þessa ræðu yfir þingflokknum? var kallað fram í ræðu þingmannsins í gær? Ég er alltaf að því, svaraði hann að bragði. Fréttablaðið/GVA Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“. Sigmundur lét ummælin falla á Alþingi í gær og sagði að efnahagshrun fyrir einu og hálfu ári gæti ekki verið afsökun fyrir því að ekki hafi gengið betur á síðustu misserum. Hann hvatti ríki og sveitarfélög til „að draga ekki lappirnar“ og þvælast ekki fyrir og bregða fæti fyrir framkvæmdir. Sigmundur Ernir vitnaði í upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins um að 11.000 störf hefðu tapast á árinu 2008 og 2009 og að atvinnuleysi yrði tíu prósent á þessu ári og því næsta. „Þetta er óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir. Koma þyrfti eins mörgum framkvæmdum á framkvæmdastig og kostur er. Hann hvatti þingheim til að sýna samstöðu og koma atvinnulausum Íslendingum og verkefnalausum verktökum til hjálpar. Í frammíkalli við ræðuna var Sigmundur Ernir spurður hvers vegna hann héldi ekki þessa ræðu á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að því,“ svaraði hann. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist taka undir hvert orð Sigmundar Ernis og fagnaði því að hann bæri út boðskap Samtaka atvinnulífsins. Fram undan sé að skera niður um 50 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári og því sé nauðsynlegt að skapa ný störf og afla nýrra gjaldeyristekna. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, sagði orð Sigmundar Ernis til marks um að „eldsvoðinn“ sem geisar innan VG hefði breiðst út til Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina fyrir framan alþjóð og væri greinilega búinn að gefast upp á að tala við þingflokk Samfylkingarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sigmundi Erni hreinskilnina og sagðist taka undir með honum að atvinnuleysið væri áfellisdómur yfir stjórnvöldum og að ríki og sveitarfélög ættu ekki að þvælast fyrir framkvæmdum. peturg@frettabladid.is Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“. Sigmundur lét ummælin falla á Alþingi í gær og sagði að efnahagshrun fyrir einu og hálfu ári gæti ekki verið afsökun fyrir því að ekki hafi gengið betur á síðustu misserum. Hann hvatti ríki og sveitarfélög til „að draga ekki lappirnar“ og þvælast ekki fyrir og bregða fæti fyrir framkvæmdir. Sigmundur Ernir vitnaði í upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins um að 11.000 störf hefðu tapast á árinu 2008 og 2009 og að atvinnuleysi yrði tíu prósent á þessu ári og því næsta. „Þetta er óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir. Koma þyrfti eins mörgum framkvæmdum á framkvæmdastig og kostur er. Hann hvatti þingheim til að sýna samstöðu og koma atvinnulausum Íslendingum og verkefnalausum verktökum til hjálpar. Í frammíkalli við ræðuna var Sigmundur Ernir spurður hvers vegna hann héldi ekki þessa ræðu á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að því,“ svaraði hann. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist taka undir hvert orð Sigmundar Ernis og fagnaði því að hann bæri út boðskap Samtaka atvinnulífsins. Fram undan sé að skera niður um 50 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári og því sé nauðsynlegt að skapa ný störf og afla nýrra gjaldeyristekna. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, sagði orð Sigmundar Ernis til marks um að „eldsvoðinn“ sem geisar innan VG hefði breiðst út til Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina fyrir framan alþjóð og væri greinilega búinn að gefast upp á að tala við þingflokk Samfylkingarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sigmundi Erni hreinskilnina og sagðist taka undir með honum að atvinnuleysið væri áfellisdómur yfir stjórnvöldum og að ríki og sveitarfélög ættu ekki að þvælast fyrir framkvæmdum. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira