Ekki þvælast fyrir framkvæmdum 3. mars 2010 02:00 Sigmundur Ernir Af hverju heldurðu ekki þessa ræðu yfir þingflokknum? var kallað fram í ræðu þingmannsins í gær? Ég er alltaf að því, svaraði hann að bragði. Fréttablaðið/GVA Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“. Sigmundur lét ummælin falla á Alþingi í gær og sagði að efnahagshrun fyrir einu og hálfu ári gæti ekki verið afsökun fyrir því að ekki hafi gengið betur á síðustu misserum. Hann hvatti ríki og sveitarfélög til „að draga ekki lappirnar“ og þvælast ekki fyrir og bregða fæti fyrir framkvæmdir. Sigmundur Ernir vitnaði í upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins um að 11.000 störf hefðu tapast á árinu 2008 og 2009 og að atvinnuleysi yrði tíu prósent á þessu ári og því næsta. „Þetta er óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir. Koma þyrfti eins mörgum framkvæmdum á framkvæmdastig og kostur er. Hann hvatti þingheim til að sýna samstöðu og koma atvinnulausum Íslendingum og verkefnalausum verktökum til hjálpar. Í frammíkalli við ræðuna var Sigmundur Ernir spurður hvers vegna hann héldi ekki þessa ræðu á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að því,“ svaraði hann. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist taka undir hvert orð Sigmundar Ernis og fagnaði því að hann bæri út boðskap Samtaka atvinnulífsins. Fram undan sé að skera niður um 50 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári og því sé nauðsynlegt að skapa ný störf og afla nýrra gjaldeyristekna. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, sagði orð Sigmundar Ernis til marks um að „eldsvoðinn“ sem geisar innan VG hefði breiðst út til Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina fyrir framan alþjóð og væri greinilega búinn að gefast upp á að tala við þingflokk Samfylkingarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sigmundi Erni hreinskilnina og sagðist taka undir með honum að atvinnuleysið væri áfellisdómur yfir stjórnvöldum og að ríki og sveitarfélög ættu ekki að þvælast fyrir framkvæmdum. peturg@frettabladid.is Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hentu á lofti yfirlýsingu stjórnarþingmannsins Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Samfylkingu, um að atvinnuleysið í landinu væri „áfellisdómur yfir stjórnvöldum þessa lands“. Sigmundur lét ummælin falla á Alþingi í gær og sagði að efnahagshrun fyrir einu og hálfu ári gæti ekki verið afsökun fyrir því að ekki hafi gengið betur á síðustu misserum. Hann hvatti ríki og sveitarfélög til „að draga ekki lappirnar“ og þvælast ekki fyrir og bregða fæti fyrir framkvæmdir. Sigmundur Ernir vitnaði í upplýsingar frá Samtökum atvinnulífsins um að 11.000 störf hefðu tapast á árinu 2008 og 2009 og að atvinnuleysi yrði tíu prósent á þessu ári og því næsta. „Þetta er óþolandi,“ sagði Sigmundur Ernir. Koma þyrfti eins mörgum framkvæmdum á framkvæmdastig og kostur er. Hann hvatti þingheim til að sýna samstöðu og koma atvinnulausum Íslendingum og verkefnalausum verktökum til hjálpar. Í frammíkalli við ræðuna var Sigmundur Ernir spurður hvers vegna hann héldi ekki þessa ræðu á þingflokksfundi? „Ég er alltaf að því,“ svaraði hann. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist taka undir hvert orð Sigmundar Ernis og fagnaði því að hann bæri út boðskap Samtaka atvinnulífsins. Fram undan sé að skera niður um 50 milljarða í ríkisrekstri á næsta ári og því sé nauðsynlegt að skapa ný störf og afla nýrra gjaldeyristekna. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, sagði orð Sigmundar Ernis til marks um að „eldsvoðinn“ sem geisar innan VG hefði breiðst út til Samfylkingarinnar. Sigmundur Ernir hefði kaghýtt ríkisstjórnina fyrir framan alþjóð og væri greinilega búinn að gefast upp á að tala við þingflokk Samfylkingarinnar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, þakkaði Sigmundi Erni hreinskilnina og sagðist taka undir með honum að atvinnuleysið væri áfellisdómur yfir stjórnvöldum og að ríki og sveitarfélög ættu ekki að þvælast fyrir framkvæmdum. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira