Jóhanna: Ísland fyrirmynd annarra þjóða 31. desember 2010 10:39 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að neita að skila grein í Morgunblaðið, en formenn stjórnmálaflokkanna gera upp árið með skrifum í blaðið í dag. Hún segir rætin og lágkúruleg skrif ritstjóra blaðsins í garð sinn ekki eiga sér hliðstæðu í síðari tíma blaðasögu. Í grein sinni segir Jóhanna Íslendinga hafa nýtt síðustu tvö ár svo vel, að ýmsir tali um kraftaverk í því sambandi og nefnir nokkur dæmi um efnahagsbata landsins. Í stað þess að Ísland sé nefnt sem víti til varnaðar segir Jóhanna alþjóðasamfélagið horfa til Íslands sem fyrirmyndar vegna árangurs í endurreisnarstarfinu. Allt á réttri leiðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í grein í Morgunblaðinu í dag að öll skilyrði séu til að fjárfestingar fari vaxandi á næsta ári. Hann segir að búast megi við að á nýju ári fari ýmis atvinnuverkefni í gang sem beðið hafa í óvissu frá hruni, auk annarra sem nýrri eru af nálinni. Hann segir landið á réttri leið, en það væri þó óraunsætt og barnalegt að ætla að allt væri komið í samt lag tveimur árum eftir hrun, enda sé það ekki svo. Hins vegar marki fjárlög næsta árs tímamót, en Steingrímur segir að Ísland verði eitt tíu OECD ríkjum sem ná afgangi af fjárlögum 2011. Vill nýja ríkisstjórnSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, biðlar til annarra flokksformanna að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu, en þar er hann gagnrýninn á verk núverandi ríkisstjórnar. Hann segir ekki hægt að búa við ringulreið og lausatök við stjórn landsins. Sigmundur segir margt gott að finna í öllum flokkum, og skapa þurfi aðstæður til að laða það besta fram í öllum. Hann leggur því til við forystumenn annarra flokka að þeir hittist hið bráðasta og freisti þess að mynda nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma, en boði til kosninga að þeim tíma loknum. Ríkisstjórnin ekki staðið við sittBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar í grein sinni í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að ef ríkisstjórnir séu eins og segl þjóðarskútunnar, þá séu þau nú rifin. Hann gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hlut í stöðugleikasáttmálanum, skort á samráði um aðhaldsaðgerðir ríkissjóðs og framkomu ríkisstjórnarinnar vegna framtíðar fiskveiðistefnunnar. Þá segir hann ríkisstjórnina getulausa til að taka á skuldavanda heimilanna. Endurreisnin gengur of hægtMargrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, segir í sinni grein að of seint gangi að endurreisa Ísland og segist hún viss um að margir deili þeirri skoðun sinni að allt sé enn í frosti og langt í réttlætið. „Við erum enn í miðju hruni og í átökum hvers dags verður maður ekki var við miklar breytingar." Þó segir hún ljóst að á síðustu tveimur árum hafi þokast í rétta átt og að lýðræðið eflist eftir því sem tíminn líður. „Þótt réttlætið virðist enn handan seilingar er ég bjartsýn á framtíðina. Íslendingar hafa ítrekað sýnt stjórnvöldum að þeir láta ekki bjóða sér aðgerðar- og úrræðaleysi og að sérhagsmunir fámennra hópa séu teknir fram fyrir almannahag." Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að neita að skila grein í Morgunblaðið, en formenn stjórnmálaflokkanna gera upp árið með skrifum í blaðið í dag. Hún segir rætin og lágkúruleg skrif ritstjóra blaðsins í garð sinn ekki eiga sér hliðstæðu í síðari tíma blaðasögu. Í grein sinni segir Jóhanna Íslendinga hafa nýtt síðustu tvö ár svo vel, að ýmsir tali um kraftaverk í því sambandi og nefnir nokkur dæmi um efnahagsbata landsins. Í stað þess að Ísland sé nefnt sem víti til varnaðar segir Jóhanna alþjóðasamfélagið horfa til Íslands sem fyrirmyndar vegna árangurs í endurreisnarstarfinu. Allt á réttri leiðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í grein í Morgunblaðinu í dag að öll skilyrði séu til að fjárfestingar fari vaxandi á næsta ári. Hann segir að búast megi við að á nýju ári fari ýmis atvinnuverkefni í gang sem beðið hafa í óvissu frá hruni, auk annarra sem nýrri eru af nálinni. Hann segir landið á réttri leið, en það væri þó óraunsætt og barnalegt að ætla að allt væri komið í samt lag tveimur árum eftir hrun, enda sé það ekki svo. Hins vegar marki fjárlög næsta árs tímamót, en Steingrímur segir að Ísland verði eitt tíu OECD ríkjum sem ná afgangi af fjárlögum 2011. Vill nýja ríkisstjórnSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, biðlar til annarra flokksformanna að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu, en þar er hann gagnrýninn á verk núverandi ríkisstjórnar. Hann segir ekki hægt að búa við ringulreið og lausatök við stjórn landsins. Sigmundur segir margt gott að finna í öllum flokkum, og skapa þurfi aðstæður til að laða það besta fram í öllum. Hann leggur því til við forystumenn annarra flokka að þeir hittist hið bráðasta og freisti þess að mynda nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma, en boði til kosninga að þeim tíma loknum. Ríkisstjórnin ekki staðið við sittBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar í grein sinni í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að ef ríkisstjórnir séu eins og segl þjóðarskútunnar, þá séu þau nú rifin. Hann gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hlut í stöðugleikasáttmálanum, skort á samráði um aðhaldsaðgerðir ríkissjóðs og framkomu ríkisstjórnarinnar vegna framtíðar fiskveiðistefnunnar. Þá segir hann ríkisstjórnina getulausa til að taka á skuldavanda heimilanna. Endurreisnin gengur of hægtMargrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, segir í sinni grein að of seint gangi að endurreisa Ísland og segist hún viss um að margir deili þeirri skoðun sinni að allt sé enn í frosti og langt í réttlætið. „Við erum enn í miðju hruni og í átökum hvers dags verður maður ekki var við miklar breytingar." Þó segir hún ljóst að á síðustu tveimur árum hafi þokast í rétta átt og að lýðræðið eflist eftir því sem tíminn líður. „Þótt réttlætið virðist enn handan seilingar er ég bjartsýn á framtíðina. Íslendingar hafa ítrekað sýnt stjórnvöldum að þeir láta ekki bjóða sér aðgerðar- og úrræðaleysi og að sérhagsmunir fámennra hópa séu teknir fram fyrir almannahag."
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira