Jóhanna: Ísland fyrirmynd annarra þjóða 31. desember 2010 10:39 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að neita að skila grein í Morgunblaðið, en formenn stjórnmálaflokkanna gera upp árið með skrifum í blaðið í dag. Hún segir rætin og lágkúruleg skrif ritstjóra blaðsins í garð sinn ekki eiga sér hliðstæðu í síðari tíma blaðasögu. Í grein sinni segir Jóhanna Íslendinga hafa nýtt síðustu tvö ár svo vel, að ýmsir tali um kraftaverk í því sambandi og nefnir nokkur dæmi um efnahagsbata landsins. Í stað þess að Ísland sé nefnt sem víti til varnaðar segir Jóhanna alþjóðasamfélagið horfa til Íslands sem fyrirmyndar vegna árangurs í endurreisnarstarfinu. Allt á réttri leiðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í grein í Morgunblaðinu í dag að öll skilyrði séu til að fjárfestingar fari vaxandi á næsta ári. Hann segir að búast megi við að á nýju ári fari ýmis atvinnuverkefni í gang sem beðið hafa í óvissu frá hruni, auk annarra sem nýrri eru af nálinni. Hann segir landið á réttri leið, en það væri þó óraunsætt og barnalegt að ætla að allt væri komið í samt lag tveimur árum eftir hrun, enda sé það ekki svo. Hins vegar marki fjárlög næsta árs tímamót, en Steingrímur segir að Ísland verði eitt tíu OECD ríkjum sem ná afgangi af fjárlögum 2011. Vill nýja ríkisstjórnSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, biðlar til annarra flokksformanna að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu, en þar er hann gagnrýninn á verk núverandi ríkisstjórnar. Hann segir ekki hægt að búa við ringulreið og lausatök við stjórn landsins. Sigmundur segir margt gott að finna í öllum flokkum, og skapa þurfi aðstæður til að laða það besta fram í öllum. Hann leggur því til við forystumenn annarra flokka að þeir hittist hið bráðasta og freisti þess að mynda nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma, en boði til kosninga að þeim tíma loknum. Ríkisstjórnin ekki staðið við sittBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar í grein sinni í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að ef ríkisstjórnir séu eins og segl þjóðarskútunnar, þá séu þau nú rifin. Hann gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hlut í stöðugleikasáttmálanum, skort á samráði um aðhaldsaðgerðir ríkissjóðs og framkomu ríkisstjórnarinnar vegna framtíðar fiskveiðistefnunnar. Þá segir hann ríkisstjórnina getulausa til að taka á skuldavanda heimilanna. Endurreisnin gengur of hægtMargrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, segir í sinni grein að of seint gangi að endurreisa Ísland og segist hún viss um að margir deili þeirri skoðun sinni að allt sé enn í frosti og langt í réttlætið. „Við erum enn í miðju hruni og í átökum hvers dags verður maður ekki var við miklar breytingar." Þó segir hún ljóst að á síðustu tveimur árum hafi þokast í rétta átt og að lýðræðið eflist eftir því sem tíminn líður. „Þótt réttlætið virðist enn handan seilingar er ég bjartsýn á framtíðina. Íslendingar hafa ítrekað sýnt stjórnvöldum að þeir láta ekki bjóða sér aðgerðar- og úrræðaleysi og að sérhagsmunir fámennra hópa séu teknir fram fyrir almannahag." Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að neita að skila grein í Morgunblaðið, en formenn stjórnmálaflokkanna gera upp árið með skrifum í blaðið í dag. Hún segir rætin og lágkúruleg skrif ritstjóra blaðsins í garð sinn ekki eiga sér hliðstæðu í síðari tíma blaðasögu. Í grein sinni segir Jóhanna Íslendinga hafa nýtt síðustu tvö ár svo vel, að ýmsir tali um kraftaverk í því sambandi og nefnir nokkur dæmi um efnahagsbata landsins. Í stað þess að Ísland sé nefnt sem víti til varnaðar segir Jóhanna alþjóðasamfélagið horfa til Íslands sem fyrirmyndar vegna árangurs í endurreisnarstarfinu. Allt á réttri leiðSteingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í grein í Morgunblaðinu í dag að öll skilyrði séu til að fjárfestingar fari vaxandi á næsta ári. Hann segir að búast megi við að á nýju ári fari ýmis atvinnuverkefni í gang sem beðið hafa í óvissu frá hruni, auk annarra sem nýrri eru af nálinni. Hann segir landið á réttri leið, en það væri þó óraunsætt og barnalegt að ætla að allt væri komið í samt lag tveimur árum eftir hrun, enda sé það ekki svo. Hins vegar marki fjárlög næsta árs tímamót, en Steingrímur segir að Ísland verði eitt tíu OECD ríkjum sem ná afgangi af fjárlögum 2011. Vill nýja ríkisstjórnSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, biðlar til annarra flokksformanna að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta kemur fram í grein hans í Morgunblaðinu, en þar er hann gagnrýninn á verk núverandi ríkisstjórnar. Hann segir ekki hægt að búa við ringulreið og lausatök við stjórn landsins. Sigmundur segir margt gott að finna í öllum flokkum, og skapa þurfi aðstæður til að laða það besta fram í öllum. Hann leggur því til við forystumenn annarra flokka að þeir hittist hið bráðasta og freisti þess að mynda nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma, en boði til kosninga að þeim tíma loknum. Ríkisstjórnin ekki staðið við sittBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar í grein sinni í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að ef ríkisstjórnir séu eins og segl þjóðarskútunnar, þá séu þau nú rifin. Hann gagnrýnir að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hlut í stöðugleikasáttmálanum, skort á samráði um aðhaldsaðgerðir ríkissjóðs og framkomu ríkisstjórnarinnar vegna framtíðar fiskveiðistefnunnar. Þá segir hann ríkisstjórnina getulausa til að taka á skuldavanda heimilanna. Endurreisnin gengur of hægtMargrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, segir í sinni grein að of seint gangi að endurreisa Ísland og segist hún viss um að margir deili þeirri skoðun sinni að allt sé enn í frosti og langt í réttlætið. „Við erum enn í miðju hruni og í átökum hvers dags verður maður ekki var við miklar breytingar." Þó segir hún ljóst að á síðustu tveimur árum hafi þokast í rétta átt og að lýðræðið eflist eftir því sem tíminn líður. „Þótt réttlætið virðist enn handan seilingar er ég bjartsýn á framtíðina. Íslendingar hafa ítrekað sýnt stjórnvöldum að þeir láta ekki bjóða sér aðgerðar- og úrræðaleysi og að sérhagsmunir fámennra hópa séu teknir fram fyrir almannahag."
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira