Söngvarinn Friðrik Ómar, ásamt hópi annarra tónlistarmanna, heldur tónleika í Salnum laugardaginn 20. febrúar í tilefni af 75 ára afmæli Elvis Presley. Farið verður yfir feril kóngsins þar sem lög á borð við Jailhouse Rock, Love Me Tender og Can"t Help Falling in Love verða á efnisskránni. Elvis fæddist í Mississippi í Bandaríkjunum 8. janúar 1935 og hefði því orðið 75 ára á þessu ári hefði hann lifað. Miðasala á tónleikana í Salnum fer fram í síma 570 0400 og á Salurinn.is. Miðaverð er 2.900 krónur.
