Innlent

Ríkisstjórn og stjórnarandstaða leita sáttagrundvallar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það varð sameiginleg niðurstaða forystumanna ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar að leita að sáttagrundvelli í Icesave málinu.

Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra við blaðamenn eftir fund hennar með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í dag. Jóhanna sagði hins vegar að ekkert lægi fyrir um það hvort hægt væri taka upp samningana að nýju.

Ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands hafa átt fjölmörg samtöl við ráðherra úr ríkisstjórnum Breta og Hollendinga auk helstu vinaþjóða Íslands. Hún segir að forsætisráðherra Breta og forsætisráðherra Hollands hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með að Icesave lögum hafi verið vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×