Flýja skattbreytingar með stofnun samlagsfélaga 11. janúar 2010 07:00 Löng röð var hjá Sýslumanninum í Reykjavík vegna nýskráningar samlagsfélaga um áramótin. Fréttablaðið/stefán „Biðröðin hjá okkur var löng milli jóla og nýárs,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík. 41 nýtt samlags- og sameignarfélag var skráð þar þá tvo virku daga sem opið var á síðustu dögum nýliðins árs. Til samanburðar voru 63 ný félög skráð allt árið í Reykjavík í hittifyrra. Verið er að vinna í því að taka saman heildartölur um skráningu ársins í höfuðborginni. Sýslumaðurinn í Reykjavík heldur utan um skráningu samlags-, sameigna- og einstaklingsfélaga. Meirihluti nýskráninganna í lok síðasta árs voru samlagsfélög og er sprengingin tilkomin vegna breyttra laga um einkahlutafélög sem samþykkt voru frá Alþingi skömmu fyrir jól og túlkuð samlagsfélagaforminu í hag. Á meðal skattabreytinganna er það að fari greiðsla arðs yfir tuttugu prósent af eigin fé einkahlutafélags ber helmingur fjárins tekjuskatt líkt og laun. Hins vegar fer skattlagning samlagsfélags fram innan þess og ekki er greiddur út arður líkt og í einkahlutafélagi. Aukning varð einnig hjá öðrum sýslumannsembættum. Í Hafnarfirði voru tíu ný félög skráð milli jóla og nýárs, eða fjórðungur af firmaskráningum ársins. Nýskráningar félaganna hafa að einhverju leyti skilað sér til Fyrirtækjaskrár, sem hefur gefið út 29 kennitölur á samlagsfélög í síðustu viku. Í fyrra voru þar 537 samlagsfélög á skrá. 97 þeirra fengu kennitölu í fyrra, meirihlutinn féll til í lok árs. Andri Gunnarsson, lögfræðingur hjá Deloitte, hefur ekki skýringu á reiðum höndum á sprengingu nýrra félaga fyrir áramótin enda geti það undir ákveðnum kringumstæðum talist skattasniðganga að leita eftir skattalegu hagræði með færslu tekna úr einkahlutafélögum yfir í samlagsfélög rétt fyrir áramót. Hann telur samlagsformið lengi hafa verið hagfelldara fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki. Einkahlutafélagsvæðingin að einhverju leyti verið tískubóla. „Ég held einfaldlega að skattabreytingin hafi ýtt við fólki. Það hefði átt að gera þetta fyrr og fara í hentugra félagaform,“ segir hann.- jab Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
„Biðröðin hjá okkur var löng milli jóla og nýárs,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík. 41 nýtt samlags- og sameignarfélag var skráð þar þá tvo virku daga sem opið var á síðustu dögum nýliðins árs. Til samanburðar voru 63 ný félög skráð allt árið í Reykjavík í hittifyrra. Verið er að vinna í því að taka saman heildartölur um skráningu ársins í höfuðborginni. Sýslumaðurinn í Reykjavík heldur utan um skráningu samlags-, sameigna- og einstaklingsfélaga. Meirihluti nýskráninganna í lok síðasta árs voru samlagsfélög og er sprengingin tilkomin vegna breyttra laga um einkahlutafélög sem samþykkt voru frá Alþingi skömmu fyrir jól og túlkuð samlagsfélagaforminu í hag. Á meðal skattabreytinganna er það að fari greiðsla arðs yfir tuttugu prósent af eigin fé einkahlutafélags ber helmingur fjárins tekjuskatt líkt og laun. Hins vegar fer skattlagning samlagsfélags fram innan þess og ekki er greiddur út arður líkt og í einkahlutafélagi. Aukning varð einnig hjá öðrum sýslumannsembættum. Í Hafnarfirði voru tíu ný félög skráð milli jóla og nýárs, eða fjórðungur af firmaskráningum ársins. Nýskráningar félaganna hafa að einhverju leyti skilað sér til Fyrirtækjaskrár, sem hefur gefið út 29 kennitölur á samlagsfélög í síðustu viku. Í fyrra voru þar 537 samlagsfélög á skrá. 97 þeirra fengu kennitölu í fyrra, meirihlutinn féll til í lok árs. Andri Gunnarsson, lögfræðingur hjá Deloitte, hefur ekki skýringu á reiðum höndum á sprengingu nýrra félaga fyrir áramótin enda geti það undir ákveðnum kringumstæðum talist skattasniðganga að leita eftir skattalegu hagræði með færslu tekna úr einkahlutafélögum yfir í samlagsfélög rétt fyrir áramót. Hann telur samlagsformið lengi hafa verið hagfelldara fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki. Einkahlutafélagsvæðingin að einhverju leyti verið tískubóla. „Ég held einfaldlega að skattabreytingin hafi ýtt við fólki. Það hefði átt að gera þetta fyrr og fara í hentugra félagaform,“ segir hann.- jab
Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira