Hafa ekkert rætt um aðkomu sáttasemjara 11. janúar 2010 06:15 Steingrímur J. Sigfússon. Mynd/GVA Íslensk stjórnvöld hafa ekki ámálgað þá hugmynd við Breta og Hollendinga að fá erlendan sáttasemjara til að miðla málum í Icesave-deilunni. „Það er nú ekki hægt að segja að þessi samskipti hafi komist neitt á það stig," segir Steingrímur J. Sigfússon. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, auk stjórnarandstæðinga, hafa á undanförnum dögum lýst þeirri skoðun að farsælast væri að skipa nýja samninganefnd um Icesave og reyna að fá óháðan sáttasemjara til að miðla málum. Hefur nafn Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra og varakansalara Þýskalands, til dæmis verið nefnt í því sambandi. Formenn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Viðskiptaráðs skrifa síðan grein í Fréttablaðið í dag þar sem þeir lýsa sömu skoðun. Steingrímur segir að hugmyndin hafi ekki borist í tal í samskiptum við breska og hollenska ráðamenn eftir að forseti synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. „Þetta voru símafundir til að róa málin fyrst eftir ákvörðun forsetans og þjónuðu þeim tilgangi fyrst og fremst að tryggja að menn væru í talsambandi og línurnar væru opnar, en í rauninni voru málin ekkert komin lengra en það," segir hann. Hann útilokar þó ekkert. „Það er of snemmt að gefa sér eitthvað í þessum efnum. En ef eitthvað slíkt á að geta gerst þarf að vanda það mjög og það er ólíklegt að það fáist botn í það í blaðagreinum hvernig flóknum pólitískum milliríkjasamskiptum vindur áfram." Hann segir hugmyndirnar hins vegar hljóma óraunsæjar í ljósi þess að ekki sé mikill sáttatónn í viðsemjendunum. „Ég verð nú að segja alveg eins og er að mér finnst margt í þessari umræðu núna vera ansi laustengt við veruleikann." Það sé ekki öfundsvert hlutverk að vera talsmaður raunsæis við þessar aðstæður en einhver verði að reyna það. „Einhver verður að reyna að hafa hausinn á réttum stað og benda mönnum á það augljósa í þessu máli." Stjórnarskráin sé skýr. „Við getum ekki haft uppi botnlausa fjölhyggju í þessum efnum. Okkar stjórnarskrá er eins og hún er og þá ber okkur að tryggja að undirbúningur þjóðaratkvæðagreiðslu hafi sinn gang. Við þurfum að hafa einhverjar gildar efnislegar ástæður fram að færa ef við ætlum að taka málið úr þeim farvegi. Á meðan ekkert er í hendi um slíkt væri mjög ábyrgðarlaust að fara að gefa því undir fótinn finnst mér. Nóg er nú vitleysan í þessu samt." stigur@frettabladid.is Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ekki ámálgað þá hugmynd við Breta og Hollendinga að fá erlendan sáttasemjara til að miðla málum í Icesave-deilunni. „Það er nú ekki hægt að segja að þessi samskipti hafi komist neitt á það stig," segir Steingrímur J. Sigfússon. Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, auk stjórnarandstæðinga, hafa á undanförnum dögum lýst þeirri skoðun að farsælast væri að skipa nýja samninganefnd um Icesave og reyna að fá óháðan sáttasemjara til að miðla málum. Hefur nafn Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra og varakansalara Þýskalands, til dæmis verið nefnt í því sambandi. Formenn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og Viðskiptaráðs skrifa síðan grein í Fréttablaðið í dag þar sem þeir lýsa sömu skoðun. Steingrímur segir að hugmyndin hafi ekki borist í tal í samskiptum við breska og hollenska ráðamenn eftir að forseti synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. „Þetta voru símafundir til að róa málin fyrst eftir ákvörðun forsetans og þjónuðu þeim tilgangi fyrst og fremst að tryggja að menn væru í talsambandi og línurnar væru opnar, en í rauninni voru málin ekkert komin lengra en það," segir hann. Hann útilokar þó ekkert. „Það er of snemmt að gefa sér eitthvað í þessum efnum. En ef eitthvað slíkt á að geta gerst þarf að vanda það mjög og það er ólíklegt að það fáist botn í það í blaðagreinum hvernig flóknum pólitískum milliríkjasamskiptum vindur áfram." Hann segir hugmyndirnar hins vegar hljóma óraunsæjar í ljósi þess að ekki sé mikill sáttatónn í viðsemjendunum. „Ég verð nú að segja alveg eins og er að mér finnst margt í þessari umræðu núna vera ansi laustengt við veruleikann." Það sé ekki öfundsvert hlutverk að vera talsmaður raunsæis við þessar aðstæður en einhver verði að reyna það. „Einhver verður að reyna að hafa hausinn á réttum stað og benda mönnum á það augljósa í þessu máli." Stjórnarskráin sé skýr. „Við getum ekki haft uppi botnlausa fjölhyggju í þessum efnum. Okkar stjórnarskrá er eins og hún er og þá ber okkur að tryggja að undirbúningur þjóðaratkvæðagreiðslu hafi sinn gang. Við þurfum að hafa einhverjar gildar efnislegar ástæður fram að færa ef við ætlum að taka málið úr þeim farvegi. Á meðan ekkert er í hendi um slíkt væri mjög ábyrgðarlaust að fara að gefa því undir fótinn finnst mér. Nóg er nú vitleysan í þessu samt." stigur@frettabladid.is
Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira