Umfjöllun: FH-ingar enn með í baráttunni Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2010 16:45 FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna. Fyrir leiki kvöldsins voru FH-ingar í þriðja sæti með 32 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og það mátti því búast við fínum fótboltaleik. Leikurinn hófst með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins. Björn Daníel Sverrisson skallaði boltann glæsilega í netið eftir fína aukaspyrnu frá Hirti Loga Valgarðssyni. Virkilega vel gert hjá FH-ingum og þeir byrjuðu leikinn sérlega vel. Selfyssingar létu markið ekki á sig fá og héldu áfram að spila sinn bolta. Martin Dohlsten átti frábært skot að marki FH-inga á 12.mínútu leiksins en skotið fór rétt framhjá. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum fengu FH-ingar virkilega gott færi en Tommy Nielsen átti skalla rétt framhjá. FH-ingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað sem Ólafur Páll Snorrason tók. Boltinn barst til Tommy sem skallaði hárfínt framhjá. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru heimamenn að stjórna leiknum og Selfyssingar áttu í erfileikum með að verjast skyndisóknum þeirra. Eftir hálftíma leik fékk Matthías Vilhjálmsson algjört dauðafæri fyrir FH-inga. Boltinn barst til hans eftir mikið klafs en skot hans fór beint í Jóhann Ólaf í marki Selfyssinga sem var vel á varðbergi. Nokkrum mínútum síðar fékk Hjörtur Logi Valgarðsson besta færi leiksins. Ólafur Páll Snorrason sendi boltann fyrir markið þar sem Hjörtur Logi var mættur, en hann skaut boltanum í stöngina einn á móti marki. Staðan var því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik en Selfyssingar verða að teljast heppnir að hafa aðeins fengið á sig eitt mark fyrstu 45 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn fór virkilega hægt af stað en ekkert markvergt gerðist fyrstu 25.mínúturnar af hálfleiknum. FH-ingar virtust kærulausir og hleyptu Selfyssingum aftur inn í leikinn. Á 69.mínútu leiksins náðu gestirnir að jafna metin með marki frá Viðari Kjartanssyni, en hann fékk frábæra stungusendingu inn fyrir vörn FH-inga og smurði boltann í þaknetið, óverjandi fyrir Gunnleif í marki FH-inga. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn að komast aftur yfir. Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Virkilega harður dómur og FH-ingar heppnir. Matthías Vilhjálmsson steig á vítapunktinn og þrumaði boltanum örugglega í netið. Útlitið varð síðan heldur dökkt fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok þegar fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Selfyssingar áttu fínt skot að marki FH-inga þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en þá átti Sigurður Eyberg frábært skot að marki FH-inga sem landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson varði stórkostlega. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH-inga sem færast ótröðum nær toppinum, en þeir eru komnir með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu. Staða Selfyssinga verður verri með hverri umferðinni og það þarf kraftaverk til að þeir verði í efstu deild á næsta ári. FH - Selfoss 2-11-0 Björn Daníel Sverrisson (6.) 1-1 Viðar Kjartansson (68.) 2-1 Matthías Vilhjálmsson (víti 71.) Áhorfendur: 1135 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 15 - 7 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 – Jóhann 5 Horn: 7 - 3 Aukaspyrnur fengnar: 14 - 16 Rangstöður: 4 - 3 FH 4-3-3Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 5 (68.Gunnar Kristjánsson 6 ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5) Ólafur Páll Snorrason 6 Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Atli Guðnason 6 Atli Viðar Björnsson 5 (85. Torger Motland - ) Selfoss 4-5-1 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Jón Guðbrandsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Martin Dohlsten 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (58. Arilíus Marteinsson 5) Ingþór Jóhann Guðmundson 6 Jón Daði Böðvarsson 5) Viðar Örn Kjartansson 7 Viktor Unnar Illugason 5 (84.Sævar Þór Gíslason -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
FH-ingar unnu góðan 2-1 sigur á Selfyssingum í 19.umferð Pepsi-deildar karla í gær en leikið var á Kaplakrikavelli. Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH-inga en Viðar Kjartansson skoraði eina mark gestanna. Fyrir leiki kvöldsins voru FH-ingar í þriðja sæti með 32 stig en Selfyssingar sem fyrr í næstneðsta með 14 stig. Virkilega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og það mátti því búast við fínum fótboltaleik. Leikurinn hófst með miklum látum en heimamenn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins. Björn Daníel Sverrisson skallaði boltann glæsilega í netið eftir fína aukaspyrnu frá Hirti Loga Valgarðssyni. Virkilega vel gert hjá FH-ingum og þeir byrjuðu leikinn sérlega vel. Selfyssingar létu markið ekki á sig fá og héldu áfram að spila sinn bolta. Martin Dohlsten átti frábært skot að marki FH-inga á 12.mínútu leiksins en skotið fór rétt framhjá. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum fengu FH-ingar virkilega gott færi en Tommy Nielsen átti skalla rétt framhjá. FH-ingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað sem Ólafur Páll Snorrason tók. Boltinn barst til Tommy sem skallaði hárfínt framhjá. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru heimamenn að stjórna leiknum og Selfyssingar áttu í erfileikum með að verjast skyndisóknum þeirra. Eftir hálftíma leik fékk Matthías Vilhjálmsson algjört dauðafæri fyrir FH-inga. Boltinn barst til hans eftir mikið klafs en skot hans fór beint í Jóhann Ólaf í marki Selfyssinga sem var vel á varðbergi. Nokkrum mínútum síðar fékk Hjörtur Logi Valgarðsson besta færi leiksins. Ólafur Páll Snorrason sendi boltann fyrir markið þar sem Hjörtur Logi var mættur, en hann skaut boltanum í stöngina einn á móti marki. Staðan var því 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik en Selfyssingar verða að teljast heppnir að hafa aðeins fengið á sig eitt mark fyrstu 45 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn fór virkilega hægt af stað en ekkert markvergt gerðist fyrstu 25.mínúturnar af hálfleiknum. FH-ingar virtust kærulausir og hleyptu Selfyssingum aftur inn í leikinn. Á 69.mínútu leiksins náðu gestirnir að jafna metin með marki frá Viðari Kjartanssyni, en hann fékk frábæra stungusendingu inn fyrir vörn FH-inga og smurði boltann í þaknetið, óverjandi fyrir Gunnleif í marki FH-inga. Aðeins þremur mínútum síðar náðu heimamenn að komast aftur yfir. Jóhannes Valgeirsson dæmdi vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Atla Guðnasyni innan vítateigs. Virkilega harður dómur og FH-ingar heppnir. Matthías Vilhjálmsson steig á vítapunktinn og þrumaði boltanum örugglega í netið. Útlitið varð síðan heldur dökkt fyrir gestina tíu mínútum fyrir leikslok þegar fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Selfyssingar áttu fínt skot að marki FH-inga þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en þá átti Sigurður Eyberg frábært skot að marki FH-inga sem landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson varði stórkostlega. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH-inga sem færast ótröðum nær toppinum, en þeir eru komnir með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá efsta sætinu. Staða Selfyssinga verður verri með hverri umferðinni og það þarf kraftaverk til að þeir verði í efstu deild á næsta ári. FH - Selfoss 2-11-0 Björn Daníel Sverrisson (6.) 1-1 Viðar Kjartansson (68.) 2-1 Matthías Vilhjálmsson (víti 71.) Áhorfendur: 1135 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 15 - 7 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 – Jóhann 5 Horn: 7 - 3 Aukaspyrnur fengnar: 14 - 16 Rangstöður: 4 - 3 FH 4-3-3Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 5 (68.Gunnar Kristjánsson 6 ) Björn Daníel Sverrisson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 5) Ólafur Páll Snorrason 6 Matthías Vilhjálmsson 8 maður leiksins Atli Guðnason 6 Atli Viðar Björnsson 5 (85. Torger Motland - ) Selfoss 4-5-1 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Andri Freyr Björnsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Jón Guðbrandsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Martin Dohlsten 7 Ingólfur Þórarinsson 5 (58. Arilíus Marteinsson 5) Ingþór Jóhann Guðmundson 6 Jón Daði Böðvarsson 5) Viðar Örn Kjartansson 7 Viktor Unnar Illugason 5 (84.Sævar Þór Gíslason -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn