Rekja gögn Wikileaks til sama hermannsins - Fréttaskýring 30. nóvember 2010 06:00 Ásakaður Bandarísk stjórnvöld telja sig vita að fyrrverandi hermaðurinn Bradley Manning hafi lekið hundruðum þúsunda eldfimra skjala til Wikileaks.Fréttablaðið/AP Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira