Enski boltinn

Mancini: Bridge er til í að spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, segir að Wayne Bridge sé meira en til í að spila fótbolta í stað þess að velta sér upp úr kynlífshneykslinu sem hefur tröllriðið öllu á Bretlandseyjum síðustu daga.

Bridge hefur verið frá síðustu tvo mánuði vegna meiðsla en er klár í slaginn um helgina en þá mætir City liði Hull.

„Ég talaði við Baldini [aðstoðarlandsliðsþjálfara] á mánudaginn síðasta. Hann spurði mig út í Wayne og ég sagði að hann væri flottur og að æfa alla daga. Ég sagði einnig að augljóslega liði honum ekki vel í hausnum en það væri þó ekki að sjá á æfingasvæðinu," sagði Mancini.

„Fyrir mér er mikilvægt að hann fari að spila fótbolta í stað þess að hugsa um hina persónuna. Hann vill sjálfur spila og ég er sannfærður um að hann sé tilbúinn. Ég held að þetta sé fínn tími fyrir hann til þess að koma aftur í boltann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×