Erlent

Scott Brown settur í embætti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Scott Brown tók sæti í öldungadeildinni í gær. Mynd/ AFP.
Scott Brown tók sæti í öldungadeildinni í gær. Mynd/ AFP.

Repúblikaninn Scott Brown tók sæti Edwards Kennedy í öldungadeildinni í gær. Það var Joe Biden varaforseti sem setti Brown í embætti. Hann tekur sæti sitt viku fyrr en áætlað var.

Nú þegar einn þingmaður bætist við í hóp repúblikana í öldungadeildinni eru þeir orðnir 41. Það þýðir að þeir hafa nægilega mikinn þingstyrk til þess að geta beitt málþófi í þinginu. Þetta mun gera Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, erfiðara fyrir að ná málum sínum í gegnum þingið en ellegar væri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×