Sinueldur logaði á svæði við Hofsstaðarskóla í Garðabæ í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan ellefu en hann logaði í sinu á um hundrað fermetra svæði.
Eldurinn var slökktur með vatni og svoköllum klöppum sem slökkviliðið notar í útköllum af þessu tagi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
Slökkviliðið segir að venjulegast sé nokkuð um sinuelda þegar þurrt er í veðri eins og hefur verið á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.
