Þorsteinn Pálsson: Ólga meðal flokksmanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2010 18:27 Óánægðir sjálfstæðismenn hafa ekki stofnað nýjan flokk eins og rætt var um eftir landsfund. Fyrrverandi formaður segir niðurstöðu landsfundar slæma og að hún þrengi möguleika Sjálfstæðisflokksins til stjórnarsamstarfs á miðju stjórnmálanna. Þá segir hann að töluverð ólga sé í Sjálfstæðisflokknum vegna niðurstöðunnar, en hann er þó ekki á leið úr flokknum. Framkvæmdastjóri flokksins segir fáa hafa sagt sig úr flokknum frá landsfundi. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem lýst hefur yfir óánægju með þann hluta stjórnmálaályktunar landsfundar flokksins er snýr að Evrópumálum. Er þetta grundvallarbreyting á afstöðu flokksins? „Já, þetta er grundvallarbreyting og það er þrennt sem mér finnst skipta máli pólitískt í því samhengi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn segir sig frá áhrifum um samninga um frekara samstarf við Evrópuþjóðir. Í annan stað finnst mér það afar ólýðræðislegt að afturkalla ákvörðun Alþingis um að hefja samningaviðræður í stað þess að láta á það reyna hver niðurstaða verður í samningum og leyfa þjóðinni sjálfri að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þriðja lagi finnst mér þessi niðurstaða mjög slæm fyrir Sjálfstæðisflokkinn því hún þrengir mjög möguleika hans til stjórnarsamstarfs og raunverulega útilokar að mínu mati breiðara stjórnarsamstarf nær miðju stjórnmálanna sem ég hygg að hafi verið mikil eftirspurn eftir," segir Þorsteinn. Hefði verið heppilega ef flokkurinn hefði lýst því yfir að hann hyggðist berjast fyrir hagsmunum Íslands í viðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til samnings þegar hann lægi fyrir? „Það hefði verið eðlileg niðurstaða. Það er enginn að kalla eftir því að menn taki ákvörðun um það í dag hvort að þeir styðja aðild eða ekki. Það er auðvitað mjög erfitt að gera það fyrr en menn vita hvað í hugsanlegum samningi felst. Það sem skiptir máli er að láta á þetta reyna og leyfa þjóðinni að taka endanlega ákvörðun." Á fundi samtakanna Sjálfstæðir Evrópumenn í gær kom fram hörð gagnrýni á ályktun landsfundarins. Margir hafa stigið fram og lýst yfir óánægju sinni og rætt hefur verið um stofnun nýs stjórnmálaafls hægra megin við miðju, telur þú að það verði raunin? „Ég hef ekki verið þeirrar skoðunar, en eins og þú segir þá hefur verið mikil ólga vegna þessarar afstöðu og ýmsir hafa ákveðið að stíga skref í þá átt. Ég er ekki þeirrar skoðunar. Hins vegar er alveg ljóst að það skiptir miklu máli, og er mikilvægt, að breikka pólitískt bakland aðildarumsóknarinnar og samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn tóku ákvörðun um það að fela stjórn samtakanna að vinna að því," segir Þorsteinn. Aðspurður hvort hann hvetji aðra sjálfstæðismenn, sem deili hugsjónum hans, til að starfa áfram á vettvangi flokksins segir hann að hver og einn verði að gera það upp við sig. „En, ég er ekki á þeirri leið," segir Þorsteinn og segist ætla starfa áfram á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og reyna að hafa áhrif á stefnu hans. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að tiltölulega lítið hafi verið um skráningar úr flokknum frá landsfundinum og þá hafi nýir flokksfélagar bæst við í einhverjum mæli. Jónmundur segir að í jafn stórum flokki sé alltaf hreyfing á flokksfélögum en meira en fimmtíu þúsund einstaklingar eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Jónmundur segist ekki hafa orðið var við neina tilburði til þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk annað en það sem hann hafi lesið á bloggsíðum á netinu. Jónmundur og félagar hans hafa í raun ástæðu til að gleðjast því Morgunblaðið birti í dag skoðanakönnun sem sýnir aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fengi nú tæp þrjátíu og fimm prósent atkvæða, ellefu prósentustigum meira en í alþingiskosningunum í fyrra. Þó ber að taka fram að könnunin var gerð dagana 11.-28. júní, en það var að mestu fyrir landsfund flokksins, sem stóð yfir dagana 25.-26. júní. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira
Óánægðir sjálfstæðismenn hafa ekki stofnað nýjan flokk eins og rætt var um eftir landsfund. Fyrrverandi formaður segir niðurstöðu landsfundar slæma og að hún þrengi möguleika Sjálfstæðisflokksins til stjórnarsamstarfs á miðju stjórnmálanna. Þá segir hann að töluverð ólga sé í Sjálfstæðisflokknum vegna niðurstöðunnar, en hann er þó ekki á leið úr flokknum. Framkvæmdastjóri flokksins segir fáa hafa sagt sig úr flokknum frá landsfundi. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem lýst hefur yfir óánægju með þann hluta stjórnmálaályktunar landsfundar flokksins er snýr að Evrópumálum. Er þetta grundvallarbreyting á afstöðu flokksins? „Já, þetta er grundvallarbreyting og það er þrennt sem mér finnst skipta máli pólitískt í því samhengi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn segir sig frá áhrifum um samninga um frekara samstarf við Evrópuþjóðir. Í annan stað finnst mér það afar ólýðræðislegt að afturkalla ákvörðun Alþingis um að hefja samningaviðræður í stað þess að láta á það reyna hver niðurstaða verður í samningum og leyfa þjóðinni sjálfri að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þriðja lagi finnst mér þessi niðurstaða mjög slæm fyrir Sjálfstæðisflokkinn því hún þrengir mjög möguleika hans til stjórnarsamstarfs og raunverulega útilokar að mínu mati breiðara stjórnarsamstarf nær miðju stjórnmálanna sem ég hygg að hafi verið mikil eftirspurn eftir," segir Þorsteinn. Hefði verið heppilega ef flokkurinn hefði lýst því yfir að hann hyggðist berjast fyrir hagsmunum Íslands í viðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til samnings þegar hann lægi fyrir? „Það hefði verið eðlileg niðurstaða. Það er enginn að kalla eftir því að menn taki ákvörðun um það í dag hvort að þeir styðja aðild eða ekki. Það er auðvitað mjög erfitt að gera það fyrr en menn vita hvað í hugsanlegum samningi felst. Það sem skiptir máli er að láta á þetta reyna og leyfa þjóðinni að taka endanlega ákvörðun." Á fundi samtakanna Sjálfstæðir Evrópumenn í gær kom fram hörð gagnrýni á ályktun landsfundarins. Margir hafa stigið fram og lýst yfir óánægju sinni og rætt hefur verið um stofnun nýs stjórnmálaafls hægra megin við miðju, telur þú að það verði raunin? „Ég hef ekki verið þeirrar skoðunar, en eins og þú segir þá hefur verið mikil ólga vegna þessarar afstöðu og ýmsir hafa ákveðið að stíga skref í þá átt. Ég er ekki þeirrar skoðunar. Hins vegar er alveg ljóst að það skiptir miklu máli, og er mikilvægt, að breikka pólitískt bakland aðildarumsóknarinnar og samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn tóku ákvörðun um það að fela stjórn samtakanna að vinna að því," segir Þorsteinn. Aðspurður hvort hann hvetji aðra sjálfstæðismenn, sem deili hugsjónum hans, til að starfa áfram á vettvangi flokksins segir hann að hver og einn verði að gera það upp við sig. „En, ég er ekki á þeirri leið," segir Þorsteinn og segist ætla starfa áfram á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og reyna að hafa áhrif á stefnu hans. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að tiltölulega lítið hafi verið um skráningar úr flokknum frá landsfundinum og þá hafi nýir flokksfélagar bæst við í einhverjum mæli. Jónmundur segir að í jafn stórum flokki sé alltaf hreyfing á flokksfélögum en meira en fimmtíu þúsund einstaklingar eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Jónmundur segist ekki hafa orðið var við neina tilburði til þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk annað en það sem hann hafi lesið á bloggsíðum á netinu. Jónmundur og félagar hans hafa í raun ástæðu til að gleðjast því Morgunblaðið birti í dag skoðanakönnun sem sýnir aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fengi nú tæp þrjátíu og fimm prósent atkvæða, ellefu prósentustigum meira en í alþingiskosningunum í fyrra. Þó ber að taka fram að könnunin var gerð dagana 11.-28. júní, en það var að mestu fyrir landsfund flokksins, sem stóð yfir dagana 25.-26. júní.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Sjá meira