Þorsteinn Pálsson: Ólga meðal flokksmanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2010 18:27 Óánægðir sjálfstæðismenn hafa ekki stofnað nýjan flokk eins og rætt var um eftir landsfund. Fyrrverandi formaður segir niðurstöðu landsfundar slæma og að hún þrengi möguleika Sjálfstæðisflokksins til stjórnarsamstarfs á miðju stjórnmálanna. Þá segir hann að töluverð ólga sé í Sjálfstæðisflokknum vegna niðurstöðunnar, en hann er þó ekki á leið úr flokknum. Framkvæmdastjóri flokksins segir fáa hafa sagt sig úr flokknum frá landsfundi. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem lýst hefur yfir óánægju með þann hluta stjórnmálaályktunar landsfundar flokksins er snýr að Evrópumálum. Er þetta grundvallarbreyting á afstöðu flokksins? „Já, þetta er grundvallarbreyting og það er þrennt sem mér finnst skipta máli pólitískt í því samhengi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn segir sig frá áhrifum um samninga um frekara samstarf við Evrópuþjóðir. Í annan stað finnst mér það afar ólýðræðislegt að afturkalla ákvörðun Alþingis um að hefja samningaviðræður í stað þess að láta á það reyna hver niðurstaða verður í samningum og leyfa þjóðinni sjálfri að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þriðja lagi finnst mér þessi niðurstaða mjög slæm fyrir Sjálfstæðisflokkinn því hún þrengir mjög möguleika hans til stjórnarsamstarfs og raunverulega útilokar að mínu mati breiðara stjórnarsamstarf nær miðju stjórnmálanna sem ég hygg að hafi verið mikil eftirspurn eftir," segir Þorsteinn. Hefði verið heppilega ef flokkurinn hefði lýst því yfir að hann hyggðist berjast fyrir hagsmunum Íslands í viðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til samnings þegar hann lægi fyrir? „Það hefði verið eðlileg niðurstaða. Það er enginn að kalla eftir því að menn taki ákvörðun um það í dag hvort að þeir styðja aðild eða ekki. Það er auðvitað mjög erfitt að gera það fyrr en menn vita hvað í hugsanlegum samningi felst. Það sem skiptir máli er að láta á þetta reyna og leyfa þjóðinni að taka endanlega ákvörðun." Á fundi samtakanna Sjálfstæðir Evrópumenn í gær kom fram hörð gagnrýni á ályktun landsfundarins. Margir hafa stigið fram og lýst yfir óánægju sinni og rætt hefur verið um stofnun nýs stjórnmálaafls hægra megin við miðju, telur þú að það verði raunin? „Ég hef ekki verið þeirrar skoðunar, en eins og þú segir þá hefur verið mikil ólga vegna þessarar afstöðu og ýmsir hafa ákveðið að stíga skref í þá átt. Ég er ekki þeirrar skoðunar. Hins vegar er alveg ljóst að það skiptir miklu máli, og er mikilvægt, að breikka pólitískt bakland aðildarumsóknarinnar og samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn tóku ákvörðun um það að fela stjórn samtakanna að vinna að því," segir Þorsteinn. Aðspurður hvort hann hvetji aðra sjálfstæðismenn, sem deili hugsjónum hans, til að starfa áfram á vettvangi flokksins segir hann að hver og einn verði að gera það upp við sig. „En, ég er ekki á þeirri leið," segir Þorsteinn og segist ætla starfa áfram á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og reyna að hafa áhrif á stefnu hans. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að tiltölulega lítið hafi verið um skráningar úr flokknum frá landsfundinum og þá hafi nýir flokksfélagar bæst við í einhverjum mæli. Jónmundur segir að í jafn stórum flokki sé alltaf hreyfing á flokksfélögum en meira en fimmtíu þúsund einstaklingar eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Jónmundur segist ekki hafa orðið var við neina tilburði til þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk annað en það sem hann hafi lesið á bloggsíðum á netinu. Jónmundur og félagar hans hafa í raun ástæðu til að gleðjast því Morgunblaðið birti í dag skoðanakönnun sem sýnir aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fengi nú tæp þrjátíu og fimm prósent atkvæða, ellefu prósentustigum meira en í alþingiskosningunum í fyrra. Þó ber að taka fram að könnunin var gerð dagana 11.-28. júní, en það var að mestu fyrir landsfund flokksins, sem stóð yfir dagana 25.-26. júní. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Óánægðir sjálfstæðismenn hafa ekki stofnað nýjan flokk eins og rætt var um eftir landsfund. Fyrrverandi formaður segir niðurstöðu landsfundar slæma og að hún þrengi möguleika Sjálfstæðisflokksins til stjórnarsamstarfs á miðju stjórnmálanna. Þá segir hann að töluverð ólga sé í Sjálfstæðisflokknum vegna niðurstöðunnar, en hann er þó ekki á leið úr flokknum. Framkvæmdastjóri flokksins segir fáa hafa sagt sig úr flokknum frá landsfundi. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra sem lýst hefur yfir óánægju með þann hluta stjórnmálaályktunar landsfundar flokksins er snýr að Evrópumálum. Er þetta grundvallarbreyting á afstöðu flokksins? „Já, þetta er grundvallarbreyting og það er þrennt sem mér finnst skipta máli pólitískt í því samhengi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn segir sig frá áhrifum um samninga um frekara samstarf við Evrópuþjóðir. Í annan stað finnst mér það afar ólýðræðislegt að afturkalla ákvörðun Alþingis um að hefja samningaviðræður í stað þess að láta á það reyna hver niðurstaða verður í samningum og leyfa þjóðinni sjálfri að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þriðja lagi finnst mér þessi niðurstaða mjög slæm fyrir Sjálfstæðisflokkinn því hún þrengir mjög möguleika hans til stjórnarsamstarfs og raunverulega útilokar að mínu mati breiðara stjórnarsamstarf nær miðju stjórnmálanna sem ég hygg að hafi verið mikil eftirspurn eftir," segir Þorsteinn. Hefði verið heppilega ef flokkurinn hefði lýst því yfir að hann hyggðist berjast fyrir hagsmunum Íslands í viðræðunum og leyfa þjóðinni að taka afstöðu til samnings þegar hann lægi fyrir? „Það hefði verið eðlileg niðurstaða. Það er enginn að kalla eftir því að menn taki ákvörðun um það í dag hvort að þeir styðja aðild eða ekki. Það er auðvitað mjög erfitt að gera það fyrr en menn vita hvað í hugsanlegum samningi felst. Það sem skiptir máli er að láta á þetta reyna og leyfa þjóðinni að taka endanlega ákvörðun." Á fundi samtakanna Sjálfstæðir Evrópumenn í gær kom fram hörð gagnrýni á ályktun landsfundarins. Margir hafa stigið fram og lýst yfir óánægju sinni og rætt hefur verið um stofnun nýs stjórnmálaafls hægra megin við miðju, telur þú að það verði raunin? „Ég hef ekki verið þeirrar skoðunar, en eins og þú segir þá hefur verið mikil ólga vegna þessarar afstöðu og ýmsir hafa ákveðið að stíga skref í þá átt. Ég er ekki þeirrar skoðunar. Hins vegar er alveg ljóst að það skiptir miklu máli, og er mikilvægt, að breikka pólitískt bakland aðildarumsóknarinnar og samtökin Sjálfstæðir Evrópumenn tóku ákvörðun um það að fela stjórn samtakanna að vinna að því," segir Þorsteinn. Aðspurður hvort hann hvetji aðra sjálfstæðismenn, sem deili hugsjónum hans, til að starfa áfram á vettvangi flokksins segir hann að hver og einn verði að gera það upp við sig. „En, ég er ekki á þeirri leið," segir Þorsteinn og segist ætla starfa áfram á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og reyna að hafa áhrif á stefnu hans. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að tiltölulega lítið hafi verið um skráningar úr flokknum frá landsfundinum og þá hafi nýir flokksfélagar bæst við í einhverjum mæli. Jónmundur segir að í jafn stórum flokki sé alltaf hreyfing á flokksfélögum en meira en fimmtíu þúsund einstaklingar eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Jónmundur segist ekki hafa orðið var við neina tilburði til þess að stofna nýjan stjórnmálaflokk annað en það sem hann hafi lesið á bloggsíðum á netinu. Jónmundur og félagar hans hafa í raun ástæðu til að gleðjast því Morgunblaðið birti í dag skoðanakönnun sem sýnir aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fengi nú tæp þrjátíu og fimm prósent atkvæða, ellefu prósentustigum meira en í alþingiskosningunum í fyrra. Þó ber að taka fram að könnunin var gerð dagana 11.-28. júní, en það var að mestu fyrir landsfund flokksins, sem stóð yfir dagana 25.-26. júní.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira