Sara Björk: Við hefðum getað gert betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2010 19:30 Blikinn Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/Rósa „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. „Við ætluðum að halda betur boltanum og vera yfirvegaðari þegar við vorum komnar með boltann. Við ætluðum að ná skyndisóknum á þær en það var oft síðasta sendingin sem klikkaði hjá okkur auk þess að við vorum nokkrum sinnum rangstæðar. Við fengum því ekki mörg færi í þessum leik og við hefðum getað gert betur," sagði Sara. „Mér fannst baráttan vera til fyrirmyndar og við vorum allar að reyna. Það tókst ekki og stundum gerist það," sagði Sara Björk. Birna Kristjánsdóttir markvörður Blika var búin að verja nokkrum sinnum mjög vel þegar franska liðið skoraði annað markið sitt. Birna gerði þá slæm mistök þegar hún missti að því virtist hættulaust langskot Gaëtane Thiney undir sig og í markið. „Hún varði fullt af færum fyrir okkur í leiknum en fær síðan á sig þetta skítamark. Það var mjög leiðinlegt en svona er þetta bara," sagði Sara. „Markið í byrjun breytti náttúrulega miklu fyrir okkur í þessum leik. Við urðum svekktar og það tók okkur svolítinn tíma að ná okkur upp aftur. Við fáum síðan á okkur annað mark eftir að við vorum kannski orðnar aðeins of æstar," sagði Sara. „Við vorum með fullt lið þegar við gerðum jafntefli á móti þeim og erum síðan búnar að missa fjóra leikmenn úr byrjunarliðinu. Það kemur samt bara maður í manns stað og þessar ungu stelpur eru að koma vel inn í þetta en þær eru vissulega aðeins reynsluminni. Þetta var því svolítið erfiður leikur fyrir okkur í dag," sagði Sara Björk en hverjir eru möguleikarnir í seinni leiknum eftir þrjár vikur. „Við förum bara út, höldum smá stolti, reynum að skora á þær og vinna leikinn allavega. Við munum líka reyna að halda hreinu því ég held að það skipti mjög miklu máli," sagði Sara Björk.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira