Íslenski boltinn

Zoran Stamenic verður ekki með Grindavík í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zoran Stamenic fær hér gult spjald frá Garðari Erni Hinrikssyni. Þeir verða hvorugir með í Pepsi-deildinni í sumar.
Zoran Stamenic fær hér gult spjald frá Garðari Erni Hinrikssyni. Þeir verða hvorugir með í Pepsi-deildinni í sumar. Mynd/Vilhelm
Miðvörðurinn Zoran Stamenic er hættur að spila með Grindavík en hann hefur verið hjá félaginu undanfarin tvö ár og var með liðinu á undirbúningstímabilinu. Þetta kom fram á vefmiðlinu Fótbolti.net.

Grindvíkingar ákváðu ekki að semja aftur við Stamenic sem hefur skorað 3 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu undanfarin tvö tímabil.

Stamenic er 33 ára gamall Bosníumaður en hann lék áður í Serbíu áður en hann kom til Íslands.

Samkvæmt frétt Fótbolti.net munu tveir nýir menn spila saman í miðvarðarstöðunum í sumar en það eru þeir Auðun Helgason (kom frá Fram) og Markó Valdimar Stefánsson (sonur Milans Stefáns Jankovic).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×