Íslenski boltinn

Jón Guðni kallaður inn í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Guðni hefur verið að æfa með stórliði FC Bayern.
Jón Guðni hefur verið að æfa með stórliði FC Bayern.

Ólafur Jóhannesson, A-landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur þurft að gera enn eina breytinguna á landsliðshópi sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Ísrael í næstu viku.

Jón Guðni Fjóluson hefur verið kallaður í hópinn í stað Sölva Geirs Ottesen.

Unnusta Sölva er ólétt og á von á sér fljótlega. Sölvi vill eðlilega vera viðstaddur fæðinguna og hefur því fengið frí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×