Fótbolti

Forseti FIFA heldur í vonina um að Mandela hafi heilsu í að setja HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nelson Mandela.
Nelson Mandela. Mynd/AFP
Sepp Blatter, forseti FIFA, heldur enn í vonina um að Nelson Mandela, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Suður-Afríku og helsti andstöðumaður kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar í landinu, hafi heilsu til að mæta á Opnunarhátíð HM í Suður Afríku í sumar og setja fyrstu heimsmeistarakeppnina sem fer fram í álfunni.

Nelson Mandela er orðinn 91 árs gamall og kom síðast opinberlega fram 11. febrúar síðastliðinn þegar minnst var að 20 ár voru liðin síðan að honum var sleppt úr fangelsi.

Fyrsti leikur HM milli Suður Afríku og Mexíkó fer fram í Jóhannesborg 11. júní næstkomandi.

„Við krossleggjum fingur um að Nelson Mandela geti lifað draum sinn um að geta sett HM í Afríku. Honum líður vel eins og er og við vonumst til að svo verði áfram," sagði Sepp Blatter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×