Enski boltinn

Man. Utd með nýjan Luka Modric í sigtinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Milan Badelj.
Milan Badelj.

Daily Mail greinir frá því í dag að Manchester United fylgist vel með króatíska miðjumanninum Milan Badelj þessa dagana en sá strákur spilar með Dinamo Zagreb.

Hann er leikmaður U-21 árs lið og er oft kallaður hinn nýi Luka Modric. Samlíkingin kemur ekki á óvart enda hefur hann fyllt stöðu Modric hjá félaginu. Hann er búinn að skora 11 mörk í 28 leikjum í vetur.

Inter, AC Milan, FC Bayern og Bayer Leverkusen eru einnig að skoða þennan 21 árs gamla strák.

Sagt er að verðmiði stráksins sé 9 milljónir punda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×