Enski boltinn

HM-draumur Owen endanlega dáinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það var greint frá því morgun að Michael Owen mun ekki spila meiri fótbolta á þessari leiktíð. Um leið dó draumur hans um að komast á HM en líkurnar fyrir voru nú ekki miklar.

Owen meiddist aftan í læri í úrslitum deildarbikarsins gegn Aston Villa. Meiðslin eru það slæm að hann þarf að fara í aðgerð á mánudag.

Má reikna með því að landsliðsferli Owen sé einnig formlega lokið með þessum tíðindum. Hann skoraði 40 mörk í 89 landsleikjum fyrir England og tók þátt í þremur heimsmeistarakeppnum.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×