Enski boltinn

Terry segist hafa fundið formið aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

John Terry hefur ekki bara átt erfitt utan vallar því spilamennska hans hefur einnig verið léleg síðan upp komst um framhjáhald hans.

Terry átti sök á báðum mörkum Everton gegn Chelsea og átti einnig sök á marki Diego Milito gegn Inter í Meistaradeildinni. Svo fékk Chelsea á sig fjögur mörk gegn Man. City.

Hann segist þó hafa fundið sig á nýjan leik gegn Egyptum og sé kominn aftur.

„Það komu slæm úrslit í tveim leikjum. Tvö slæm úrslit þýða stundum að ég átti slæman leik eins fáranlega og það hljómar," sagði Terry.

„Ég var því mjög ánægður með frammistöðu mína gegn Egyptum. Það var mikilvægt fyrir mig að eiga góðan leik þar."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×