Segir skattaumhverfi góðgerðarfélaga vera erfitt hér Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. desember 2010 16:50 Eygló Harðardóttir lagði fram breytingatillögu um að skattaumhverfi góðgerðarfélaga yrði breytt. Mynd/ GVA. Skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka á borð við góðgerða- og menningarfélaga er mun óhagstæðara hér á landi en í nágrannalöndum okkar, beggja vegna Atlantshafsins. Þetta segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Máli sínu til stuðnings bendir hún á skýrslu sem hafi verið unnin um þetta hér á landi. Eygló lagði fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, sem samþykkt var í liðinni viku, um að dánargjafir til slíkra félaga yrðu undanþegnar erfðafjárskatti. Tilefnið er það að til stendur að hækka erfðafjárskatt úr 5% í 10% á næsta ári. „Það er tiltölulega algengt að almannaheillafélögum séu ánafnaðar gjafir úr dánarbúum. Þetta er tillaga sem er samhljóða tillögu sem Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson lögðu fram á sínum tíma," segir Eygló. Hún segir að tveir af þessum þremur þingmönnum hafi núna verið í ríkisstjórn í um þrjú ár og hafi ekki komið í gegn þessum breytingum. Hún furðar sig því á að tillagan hafi verið felld núna. Hún furðar sig líka á því að önnur tillaga sem hún lagði fram, ásamt Birki J. Jónssyni samflokksmanni sínum, um að þeir einstaklingar sem gefa til líknarfélaga njóti skattalegra ívilnana, hafi verið felld. „Það hefði sýnt að við hefðum anda jólanna í huga ef við hefðum samþykkt þetta," segir Eygló. Þau félagasamtök sem hefðu notið góðs af breytingartillögum Eyglóar eru góðgerða- og líknarfélög, félög á sviði vísinda- og menningarstarfsemi og trúfélög. Eygló segir að þörfin fyrir aðstoð þessa frjálsu félagasamtaka haf aldrei verið meiri en einmitt núna. Á sama tíma hafi framlög frá ríkinu, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum dregist saman vegna erfiðs efnahagsástands. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Skattaumhverfi frjálsra félagasamtaka á borð við góðgerða- og menningarfélaga er mun óhagstæðara hér á landi en í nágrannalöndum okkar, beggja vegna Atlantshafsins. Þetta segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Máli sínu til stuðnings bendir hún á skýrslu sem hafi verið unnin um þetta hér á landi. Eygló lagði fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár, sem samþykkt var í liðinni viku, um að dánargjafir til slíkra félaga yrðu undanþegnar erfðafjárskatti. Tilefnið er það að til stendur að hækka erfðafjárskatt úr 5% í 10% á næsta ári. „Það er tiltölulega algengt að almannaheillafélögum séu ánafnaðar gjafir úr dánarbúum. Þetta er tillaga sem er samhljóða tillögu sem Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson lögðu fram á sínum tíma," segir Eygló. Hún segir að tveir af þessum þremur þingmönnum hafi núna verið í ríkisstjórn í um þrjú ár og hafi ekki komið í gegn þessum breytingum. Hún furðar sig því á að tillagan hafi verið felld núna. Hún furðar sig líka á því að önnur tillaga sem hún lagði fram, ásamt Birki J. Jónssyni samflokksmanni sínum, um að þeir einstaklingar sem gefa til líknarfélaga njóti skattalegra ívilnana, hafi verið felld. „Það hefði sýnt að við hefðum anda jólanna í huga ef við hefðum samþykkt þetta," segir Eygló. Þau félagasamtök sem hefðu notið góðs af breytingartillögum Eyglóar eru góðgerða- og líknarfélög, félög á sviði vísinda- og menningarstarfsemi og trúfélög. Eygló segir að þörfin fyrir aðstoð þessa frjálsu félagasamtaka haf aldrei verið meiri en einmitt núna. Á sama tíma hafi framlög frá ríkinu, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum dregist saman vegna erfiðs efnahagsástands.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni, fræðsla og afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira