Sport

Roeselare fallið úr belgísku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson í leik með Roeselare.
Bjarni Þór Viðarsson í leik með Roeselare. Mynd/Heimasíða Roeselare
KSV Roeselare féll í dag úr belgísku úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað 4-1 fyrir KVSK United.

Roeselare varð í næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og fór í umspilskeppni með þremur liðum úr B-deildinni. Efsta liðið að lokinni riðlakeppninni leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þó svo að ein umferð er enn eftir í riðlinum hefur Eupen tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni. Liðið er með tólf stig eftir fimm leikina og með sex stiga forystu á næsta lið fyrir lokaumferðina.

Roeselare hefur gengið illa og er í neðsta sæti riðilsins með fimm stig. Bjarni Þór Viðarsson var á meðal varamanna í dag en hann hefur átt við meiðsli að stríða.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék sem fyrr allan leikinn í vörn Roeselare í dag en hann er lánsmaður frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×