Rannsakaðir af Alþingi og saksóknara 20. desember 2010 08:00 Pricewaterhousecoopers. Fyrirtækið fær harða útreið í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir sérstakan saksóknara.Fréttablaðið/anton Hvað líður rannsóknum á þætti endurskoðenda í bankahruninu? Tvö stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins sæta nú sakamálarannsókn vegna vinnu sinnar fyrir bankana í aðdraganda hrunsins. Í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir embætti sérstaks saksóknara og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum komast erlendir rannsakendur að þeirri niðurstöðu að annað þeirra, PricewaterhouseCoopers, hafi sitthvað óhreint í pokahorninu. Það hafi lokað augunum fyrir því að Glitnir og Landsbankinn hafi í raun verið komnir að fótum fram árið 2007 og gleypt allt hrátt sem frá bönkunum kom án þess að spyrja nokkurra spurninga. Lítið fæst gefið upp um sambærilega athugun á starfi KPMG fyrir Kaupþing, sem vitað er að hefur farið fram. Ekkert þriðja teymi erlendra sérfræðinga hefur hins vegar liðsinnt sérstökum saksóknara þá athugun. Ólafur Þór Hauksson Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er fámáll um rannsókn embættisins á endurskoðendum. „Við hófum þetta formlega með húsleitum í október 2009. Síðan hafa verið fengin þessi tvö teymi sem frægt er orðið til að leggjast yfir gögn og greina fyrir okkur. Þau hafa fengið töluverða kynningu í fjölmiðlum en að öðru leyti er málið bara í ferli og við getum lítið sagt annað en það,“ segir hann. Útgangspunkturinn þegar ráðist var í húsleitirnar hafi verið að komast að því hvort upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankanna hefðu verið rangar. „Næsta skref var að fara í gegnum ábyrgð hvers og eins í því.“ Ábyrgð endurskoðenda verður tekin til athugunar til víðar en hjá saksóknara. Í þingsályktunartillögu þingmannanefndar Atla Gíslasonar, sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis og lagði til viðbrögð þingsins við henni, segir að í ljósi atburða skuli viðskiptanefnd hafa forgöngu um endurskoðun á lögum um endurskoðendur. Til grundvallar þeirri vinnu á að fara fram á vegum þingsins ítarleg úttekt á störfum ytri endurskoðenda fram að hruninu. Magnús Orri Schram Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar, segir að úttektin sé ekki hafin. „Það var ákveðið að setja þetta mál í farveg í janúarbyrjun þegar álagið verður orðið minna,“ segir Magnús. Á þessi stigi sé ekki hægt að segja til um í hvaða formi úttektin verði. Endurskoðendur sjálfir hafa vísað því á bug að þeir hafi látið gagnrýni á störf sín í aðdraganda hrunsins sem vind um eyru þjóta og ekki brugðist við. Ný lög um endurskoðendur hafi þegar tekið gildi á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins, sem hafi gjörbylt starfsumhverfi þeirra, og staða þeirra hafi verið rætt á fjölda málþinga. stigur@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Hvað líður rannsóknum á þætti endurskoðenda í bankahruninu? Tvö stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins sæta nú sakamálarannsókn vegna vinnu sinnar fyrir bankana í aðdraganda hrunsins. Í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir embætti sérstaks saksóknara og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum komast erlendir rannsakendur að þeirri niðurstöðu að annað þeirra, PricewaterhouseCoopers, hafi sitthvað óhreint í pokahorninu. Það hafi lokað augunum fyrir því að Glitnir og Landsbankinn hafi í raun verið komnir að fótum fram árið 2007 og gleypt allt hrátt sem frá bönkunum kom án þess að spyrja nokkurra spurninga. Lítið fæst gefið upp um sambærilega athugun á starfi KPMG fyrir Kaupþing, sem vitað er að hefur farið fram. Ekkert þriðja teymi erlendra sérfræðinga hefur hins vegar liðsinnt sérstökum saksóknara þá athugun. Ólafur Þór Hauksson Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er fámáll um rannsókn embættisins á endurskoðendum. „Við hófum þetta formlega með húsleitum í október 2009. Síðan hafa verið fengin þessi tvö teymi sem frægt er orðið til að leggjast yfir gögn og greina fyrir okkur. Þau hafa fengið töluverða kynningu í fjölmiðlum en að öðru leyti er málið bara í ferli og við getum lítið sagt annað en það,“ segir hann. Útgangspunkturinn þegar ráðist var í húsleitirnar hafi verið að komast að því hvort upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankanna hefðu verið rangar. „Næsta skref var að fara í gegnum ábyrgð hvers og eins í því.“ Ábyrgð endurskoðenda verður tekin til athugunar til víðar en hjá saksóknara. Í þingsályktunartillögu þingmannanefndar Atla Gíslasonar, sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis og lagði til viðbrögð þingsins við henni, segir að í ljósi atburða skuli viðskiptanefnd hafa forgöngu um endurskoðun á lögum um endurskoðendur. Til grundvallar þeirri vinnu á að fara fram á vegum þingsins ítarleg úttekt á störfum ytri endurskoðenda fram að hruninu. Magnús Orri Schram Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar, segir að úttektin sé ekki hafin. „Það var ákveðið að setja þetta mál í farveg í janúarbyrjun þegar álagið verður orðið minna,“ segir Magnús. Á þessi stigi sé ekki hægt að segja til um í hvaða formi úttektin verði. Endurskoðendur sjálfir hafa vísað því á bug að þeir hafi látið gagnrýni á störf sín í aðdraganda hrunsins sem vind um eyru þjóta og ekki brugðist við. Ný lög um endurskoðendur hafi þegar tekið gildi á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins, sem hafi gjörbylt starfsumhverfi þeirra, og staða þeirra hafi verið rætt á fjölda málþinga. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira