Rannsakaðir af Alþingi og saksóknara 20. desember 2010 08:00 Pricewaterhousecoopers. Fyrirtækið fær harða útreið í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir sérstakan saksóknara.Fréttablaðið/anton Hvað líður rannsóknum á þætti endurskoðenda í bankahruninu? Tvö stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins sæta nú sakamálarannsókn vegna vinnu sinnar fyrir bankana í aðdraganda hrunsins. Í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir embætti sérstaks saksóknara og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum komast erlendir rannsakendur að þeirri niðurstöðu að annað þeirra, PricewaterhouseCoopers, hafi sitthvað óhreint í pokahorninu. Það hafi lokað augunum fyrir því að Glitnir og Landsbankinn hafi í raun verið komnir að fótum fram árið 2007 og gleypt allt hrátt sem frá bönkunum kom án þess að spyrja nokkurra spurninga. Lítið fæst gefið upp um sambærilega athugun á starfi KPMG fyrir Kaupþing, sem vitað er að hefur farið fram. Ekkert þriðja teymi erlendra sérfræðinga hefur hins vegar liðsinnt sérstökum saksóknara þá athugun. Ólafur Þór Hauksson Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er fámáll um rannsókn embættisins á endurskoðendum. „Við hófum þetta formlega með húsleitum í október 2009. Síðan hafa verið fengin þessi tvö teymi sem frægt er orðið til að leggjast yfir gögn og greina fyrir okkur. Þau hafa fengið töluverða kynningu í fjölmiðlum en að öðru leyti er málið bara í ferli og við getum lítið sagt annað en það,“ segir hann. Útgangspunkturinn þegar ráðist var í húsleitirnar hafi verið að komast að því hvort upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankanna hefðu verið rangar. „Næsta skref var að fara í gegnum ábyrgð hvers og eins í því.“ Ábyrgð endurskoðenda verður tekin til athugunar til víðar en hjá saksóknara. Í þingsályktunartillögu þingmannanefndar Atla Gíslasonar, sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis og lagði til viðbrögð þingsins við henni, segir að í ljósi atburða skuli viðskiptanefnd hafa forgöngu um endurskoðun á lögum um endurskoðendur. Til grundvallar þeirri vinnu á að fara fram á vegum þingsins ítarleg úttekt á störfum ytri endurskoðenda fram að hruninu. Magnús Orri Schram Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar, segir að úttektin sé ekki hafin. „Það var ákveðið að setja þetta mál í farveg í janúarbyrjun þegar álagið verður orðið minna,“ segir Magnús. Á þessi stigi sé ekki hægt að segja til um í hvaða formi úttektin verði. Endurskoðendur sjálfir hafa vísað því á bug að þeir hafi látið gagnrýni á störf sín í aðdraganda hrunsins sem vind um eyru þjóta og ekki brugðist við. Ný lög um endurskoðendur hafi þegar tekið gildi á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins, sem hafi gjörbylt starfsumhverfi þeirra, og staða þeirra hafi verið rætt á fjölda málþinga. stigur@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Hvað líður rannsóknum á þætti endurskoðenda í bankahruninu? Tvö stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins sæta nú sakamálarannsókn vegna vinnu sinnar fyrir bankana í aðdraganda hrunsins. Í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir embætti sérstaks saksóknara og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum komast erlendir rannsakendur að þeirri niðurstöðu að annað þeirra, PricewaterhouseCoopers, hafi sitthvað óhreint í pokahorninu. Það hafi lokað augunum fyrir því að Glitnir og Landsbankinn hafi í raun verið komnir að fótum fram árið 2007 og gleypt allt hrátt sem frá bönkunum kom án þess að spyrja nokkurra spurninga. Lítið fæst gefið upp um sambærilega athugun á starfi KPMG fyrir Kaupþing, sem vitað er að hefur farið fram. Ekkert þriðja teymi erlendra sérfræðinga hefur hins vegar liðsinnt sérstökum saksóknara þá athugun. Ólafur Þór Hauksson Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, er fámáll um rannsókn embættisins á endurskoðendum. „Við hófum þetta formlega með húsleitum í október 2009. Síðan hafa verið fengin þessi tvö teymi sem frægt er orðið til að leggjast yfir gögn og greina fyrir okkur. Þau hafa fengið töluverða kynningu í fjölmiðlum en að öðru leyti er málið bara í ferli og við getum lítið sagt annað en það,“ segir hann. Útgangspunkturinn þegar ráðist var í húsleitirnar hafi verið að komast að því hvort upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankanna hefðu verið rangar. „Næsta skref var að fara í gegnum ábyrgð hvers og eins í því.“ Ábyrgð endurskoðenda verður tekin til athugunar til víðar en hjá saksóknara. Í þingsályktunartillögu þingmannanefndar Atla Gíslasonar, sem fjallaði um rannsóknarskýrslu Alþingis og lagði til viðbrögð þingsins við henni, segir að í ljósi atburða skuli viðskiptanefnd hafa forgöngu um endurskoðun á lögum um endurskoðendur. Til grundvallar þeirri vinnu á að fara fram á vegum þingsins ítarleg úttekt á störfum ytri endurskoðenda fram að hruninu. Magnús Orri Schram Magnús Orri Schram, varaformaður viðskiptanefndar, segir að úttektin sé ekki hafin. „Það var ákveðið að setja þetta mál í farveg í janúarbyrjun þegar álagið verður orðið minna,“ segir Magnús. Á þessi stigi sé ekki hægt að segja til um í hvaða formi úttektin verði. Endurskoðendur sjálfir hafa vísað því á bug að þeir hafi látið gagnrýni á störf sín í aðdraganda hrunsins sem vind um eyru þjóta og ekki brugðist við. Ný lög um endurskoðendur hafi þegar tekið gildi á grundvelli tilskipunar Evrópusambandsins, sem hafi gjörbylt starfsumhverfi þeirra, og staða þeirra hafi verið rætt á fjölda málþinga. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira