ÍE bætir skilvirkni við krabbameinsleit 20. desember 2010 05:00 Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining hefur fundið aðferð til að gera leit að blöðruhálskrabbameini skilvirkari. Aðferðin eykur líkurnar á því að sjúkdómurinn greinist í tíma og fækkar sýnatökum. Fjöldi karlmanna gengst á hverju ári undir slíka aðgerð að óþörfu. Uppgötvun ÍE felst í því að búið er að staðsetja erfðabreytileika í eggjahvítuefni sem blöðruhálskirtillinn framleiðir (PSA, prostate antigen) en unnt er að greina lítið magn af því í blóði. Algengasta aðferðin til að leita að krabbameini í blöðruhálskirtli er að mæla magn PSA. Ef það mælist yfir mörkum er sýnataka notuð til að ganga úr skugga um hvort um krabbamein sé að ræða en hækkun á PSA þarf alls ekki að þýða að svo sé. Hóflega hækkað gildi tengist yfirleitt góðkynja ástandi eins og góðkynja stækkun á líffærinu eða bólgum. Hins vegar getur það einnig verið til staðar á frumstigi krabbameins í blöðruhálskirtli og því þarf frekari rannsóknir, eða sýnatöku. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir í tilkynningu til fjölmiðla að uppgötvunin byggi á erfðafræði í sinni hreinustu mynd og hafi mikið læknisfræðilegt notagildi. „Ef sjúkdómurinn greinist í tíma eru batalíkur mjög góðar. Áskorunin var að finna skilvirkari leið til að meta áhættuna á að fá sjúkdóminn, þekkja þá úr sem eru í mestri hættu svo hægt sé að beita viðeigandi meðferð. Uppgötvunin mun breyta meðferð við sjúkdómnum og fækka þeim sem gangast undir sýnatöku." Kári segir að ÍE vinni nú að því að þróa greiningarpróf sem byggja á þessari nýju vitneskju. Rannsóknarniðurstöðurnar birtust í vefútgáfu tímaritsins Science Translational Medicine á miðvikudag. Rannsóknin náði til þúsunda karlmanna. Fyrst voru 300 þúsund erfðabreytileikar kannaðir hjá sextán þúsund íslenskum karlmönnum sem ekki höfðu verið greindir með krabbamein. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við samanburðarhópa frá Íslandi, Hollandi, Spáni, Rúmeníu og Bandaríkjunum. Nú greinast árlega um 200 karlar á Íslandi með blöðruhálskirtilskrabbamein og einn af hverjum fimm deyr af völdum þess. Árið 2015 er talið að einn af hverjum fjórum karlmönnum muni greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur fundið aðferð til að gera leit að blöðruhálskrabbameini skilvirkari. Aðferðin eykur líkurnar á því að sjúkdómurinn greinist í tíma og fækkar sýnatökum. Fjöldi karlmanna gengst á hverju ári undir slíka aðgerð að óþörfu. Uppgötvun ÍE felst í því að búið er að staðsetja erfðabreytileika í eggjahvítuefni sem blöðruhálskirtillinn framleiðir (PSA, prostate antigen) en unnt er að greina lítið magn af því í blóði. Algengasta aðferðin til að leita að krabbameini í blöðruhálskirtli er að mæla magn PSA. Ef það mælist yfir mörkum er sýnataka notuð til að ganga úr skugga um hvort um krabbamein sé að ræða en hækkun á PSA þarf alls ekki að þýða að svo sé. Hóflega hækkað gildi tengist yfirleitt góðkynja ástandi eins og góðkynja stækkun á líffærinu eða bólgum. Hins vegar getur það einnig verið til staðar á frumstigi krabbameins í blöðruhálskirtli og því þarf frekari rannsóknir, eða sýnatöku. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir í tilkynningu til fjölmiðla að uppgötvunin byggi á erfðafræði í sinni hreinustu mynd og hafi mikið læknisfræðilegt notagildi. „Ef sjúkdómurinn greinist í tíma eru batalíkur mjög góðar. Áskorunin var að finna skilvirkari leið til að meta áhættuna á að fá sjúkdóminn, þekkja þá úr sem eru í mestri hættu svo hægt sé að beita viðeigandi meðferð. Uppgötvunin mun breyta meðferð við sjúkdómnum og fækka þeim sem gangast undir sýnatöku." Kári segir að ÍE vinni nú að því að þróa greiningarpróf sem byggja á þessari nýju vitneskju. Rannsóknarniðurstöðurnar birtust í vefútgáfu tímaritsins Science Translational Medicine á miðvikudag. Rannsóknin náði til þúsunda karlmanna. Fyrst voru 300 þúsund erfðabreytileikar kannaðir hjá sextán þúsund íslenskum karlmönnum sem ekki höfðu verið greindir með krabbamein. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við samanburðarhópa frá Íslandi, Hollandi, Spáni, Rúmeníu og Bandaríkjunum. Nú greinast árlega um 200 karlar á Íslandi með blöðruhálskirtilskrabbamein og einn af hverjum fimm deyr af völdum þess. Árið 2015 er talið að einn af hverjum fjórum karlmönnum muni greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði