Bjóða ríkinu forkaupsrétt 21. ágúst 2010 08:30 Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hefur í bréfi til iðnaðarráðherra boðið ríkinu ótímabundinn forkaupsrétt á meirihluta í fyrirtækinu. Hann kallar eftir aðkomu íslenskra fjárfesta og viðræðna um leigutíma. Mynd/GVA Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra hefur borist formlegt erindi frá Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, þar sem íslenska ríkinu er boðinn ótímabundinn forkaupsréttur á meirihluta í fyrirtækinu. Eins er ríkinu boðið til viðræðna um styttingu leigutíma á afnotarétti auðlinda á Reykjanesi. „Þetta eru vissulega býsna mikil tíðindi," segir Katrín. „Ég hef alltaf viljað nálgast þetta með þessum hætti. Leysa þetta mál á jákvæðan hátt í stað þess að fara í upptöku á eignum eða þjóðnýtingu. Ef menn geta samið sig út úr þessu er það best fyrir alla." Katrín segir að þessi leið hafi verið rædd á milli hennar og stjórnenda Magma á fyrri stigum. „En að fá formlegt boð breytir öllu og við munum væntanlega ganga í þetta núna. Ég hef lengi lýst þeim vilja mínum að lykilatriði sé að við tryggjum ríkinu forkaupsrétt." Beaty ítrekar einnig í bréfinu vilja fyrirtækisins til að bjóða íslenskum fjárfestum að kaupa hluti í fyrirtækinu, hvort sem það eru sveitarfélög, lífeyrissjóðir eða aðrir fjárfestar. Bréfið barst iðnaðarráðherra 18. ágúst, eða daginn eftir að Magma fullnustaði samning um kaup á 38 prósenta hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Fyrirtækið á nú ríflega 84 prósenta hlut og hefur samkvæmt samningi nýtingarrétt á jarðhita á Reykjanesi í 65 ár. Nefnt hefur verið að sá tími verði styttur um þriðjung. Eins og kunnugt er starfar nefnd á vegum stjórnvalda sem fer yfir kaup Magma á HS Orku. Katrín segir að skoða verði tilboð Magma í samhengi við störf rannsóknarnefndarinnar. „En það er vonandi að menn geti þekkst þetta boð um að kaupa sig inn í fyrirtækið. Það gætu verið ríkið og sveitarfélög í samvinnu við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðirnir eru lykilaðilar á þessum tímapunkti ef það á að takast." Í bréfinu kemur Beaty inn á þær deilur sem hafa verið um kaup Magma á HS Orku. Engin dul er dregin á það að tilboð Magma helgast fyrst og síðast af þeim deilum. - shá Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra hefur borist formlegt erindi frá Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, þar sem íslenska ríkinu er boðinn ótímabundinn forkaupsréttur á meirihluta í fyrirtækinu. Eins er ríkinu boðið til viðræðna um styttingu leigutíma á afnotarétti auðlinda á Reykjanesi. „Þetta eru vissulega býsna mikil tíðindi," segir Katrín. „Ég hef alltaf viljað nálgast þetta með þessum hætti. Leysa þetta mál á jákvæðan hátt í stað þess að fara í upptöku á eignum eða þjóðnýtingu. Ef menn geta samið sig út úr þessu er það best fyrir alla." Katrín segir að þessi leið hafi verið rædd á milli hennar og stjórnenda Magma á fyrri stigum. „En að fá formlegt boð breytir öllu og við munum væntanlega ganga í þetta núna. Ég hef lengi lýst þeim vilja mínum að lykilatriði sé að við tryggjum ríkinu forkaupsrétt." Beaty ítrekar einnig í bréfinu vilja fyrirtækisins til að bjóða íslenskum fjárfestum að kaupa hluti í fyrirtækinu, hvort sem það eru sveitarfélög, lífeyrissjóðir eða aðrir fjárfestar. Bréfið barst iðnaðarráðherra 18. ágúst, eða daginn eftir að Magma fullnustaði samning um kaup á 38 prósenta hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Fyrirtækið á nú ríflega 84 prósenta hlut og hefur samkvæmt samningi nýtingarrétt á jarðhita á Reykjanesi í 65 ár. Nefnt hefur verið að sá tími verði styttur um þriðjung. Eins og kunnugt er starfar nefnd á vegum stjórnvalda sem fer yfir kaup Magma á HS Orku. Katrín segir að skoða verði tilboð Magma í samhengi við störf rannsóknarnefndarinnar. „En það er vonandi að menn geti þekkst þetta boð um að kaupa sig inn í fyrirtækið. Það gætu verið ríkið og sveitarfélög í samvinnu við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðirnir eru lykilaðilar á þessum tímapunkti ef það á að takast." Í bréfinu kemur Beaty inn á þær deilur sem hafa verið um kaup Magma á HS Orku. Engin dul er dregin á það að tilboð Magma helgast fyrst og síðast af þeim deilum. - shá
Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira