Innlent

Slapp ómeidd upp úr sprungunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kona sem sat föst í sprungu á um 4-5 metra dýpi mitt á milli Valabóls og Húsfells við Hafnarfjörð um hádegið er komin upp úr sprungunni ómeidd. Konan hafði verði í göngu á svæðinu, með annarri konu, um svæðið þegar að hún steig á snjó sem huldi sprunguna og féll niður. Björgunarsveitamenn sigu niður í sprunguna og náðu konunni upp heillri á húfi.




Tengdar fréttir

Björgunarsveitamenn aðstoða konu við Helgafell

Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu eru á leið að Helgafelli til að aðstoða konu sem féll ofan í fjögurra metra djúpa sprungu. Konan sem féll var á göngu með annarri konu þegar að óhappið varð. Björgunarsveitamenn hafa heyrt í þeim í gegnum síma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem björgunarsveitamenn hafa fengið er konan ekki alvarlega slösuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×