Innlent

Meintum innbrotsþjófum sleppt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan rannsakar málið áfram. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan rannsakar málið áfram. Mynd/ Pjetur.
Lögreglan í Borgarnesi sleppti úr haldi í gær þremur mönnum sem handteknir höfðu verið vegna gruns um innbrot og þjófnaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi.

Mennirnir voru yfirheyrðir í allan gærdag vegna málanna. Þeir voru meðal annars grunaðir um að hafa stolið þremur fjórhjólum í Skorradal í vikunni. Eitt þeirra hefur þegar fundist. Allt frá því 25. apríl síðastliðnum hefur lögreglunni borist tilkynningar um innbrot í fimmtán sumarbústaði í Borgarfirðinum.

Lögreglan rannsakar málið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×