Feðgarnir ferðast saman um villta vestrið í Eþíópíu 16. febrúar 2010 05:30 feðgar á ferð Bjarni Harðarson og Egill sonur hans ásamt bæjarbúum í litlu þorpi nálægt bænum Bonga í Eþíópíu. mynd/Ismael Zansu Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. „Við erum eiginlega í villta vestrinu hérna í Eþíópíu og höfum verið í ríflega viku,“ segir bóksalinn og fyrrverandi þingmaðurinn Bjarni Harðarson. Bjarni hefur verið á ferðalagi um Afríku ásamt Agli syni sínum síðustu vikur. Feðgarnir hafa ekki farið alfaraleiðir og í Eþíópíu hittu þeir ekki einn einasta ferðamann af vestrænum uppruna í heila viku. „Við höfum farið með yfirfullum smárútum heimamanna um fjalllendi og gist í litlum sveitaþorpum þar sem lítið fer fyrir þeim lúxus sem mörgum þykir tilheyra á ferðalögum,“ segir Bjarni. „Erfiðast er að venjast því að komast ekki í sturtu og nota salernisaðstöðu þá sem heimamenn telja boðlega, en það er ekki út frá þeim mælikvarða sem við erum vanastir. En þetta hefur verið frábær tími og einmitt með því að fara svona út úr hefðbundnum leiðum tekst okkur að nálgast mannlífið og alþýðumenningu sveitanna.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Bjarna höfðu feðgarnir gengið um skóglendið sem umlykur bæinn Bonga, þar sem þeir dvöldu í nokkra daga. „Borg þessi er bæði í frumskógi og fjalllendi og hér gengur maður hvarvetna fram á litla sveitabæi þar sem, búa eins og í ævintýrunum, fátækir skógarhöggsmenn og sjálfsþurftarbændur,“ segir Bjarni. „Uppi í trjánum sveifla sér apar og það kemur fyrir að maður rekst á stærri skepnur eins og flóðhesta. Skemmtilegast er þó að kynnast mannlífinu og vera boðið í fátækrakaffi í litlum strákofum þar sem margfróðar og gamlar konur tala við okkur á sinni eigin tungu og við vitum það eitt að þær hafa frá mörgu að segja.“ Bjarni og Egill hafa einu sinni farið saman í sambærilegt ferðalag. Þá fóru þeir til Keníu og Úganda, ásamt Evu dóttur Bjarna. Þá var Egill aðeins 14 ára gamall, en hann varð 22 ára í nú febrúar. „Ætli megi ekki segja að forystan hafi þá verið í mínum höndum en það hefur snúist við enda er Egill orðinn mikill sérfræðingur í ferðalögum sem þessum,“ segir Bjarni. „Það er vissulega nokkurt harðræði fyrir 48 ára gamlan mann að fylgja honum eftir en gríðarlega skemmtilegt.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. „Við erum eiginlega í villta vestrinu hérna í Eþíópíu og höfum verið í ríflega viku,“ segir bóksalinn og fyrrverandi þingmaðurinn Bjarni Harðarson. Bjarni hefur verið á ferðalagi um Afríku ásamt Agli syni sínum síðustu vikur. Feðgarnir hafa ekki farið alfaraleiðir og í Eþíópíu hittu þeir ekki einn einasta ferðamann af vestrænum uppruna í heila viku. „Við höfum farið með yfirfullum smárútum heimamanna um fjalllendi og gist í litlum sveitaþorpum þar sem lítið fer fyrir þeim lúxus sem mörgum þykir tilheyra á ferðalögum,“ segir Bjarni. „Erfiðast er að venjast því að komast ekki í sturtu og nota salernisaðstöðu þá sem heimamenn telja boðlega, en það er ekki út frá þeim mælikvarða sem við erum vanastir. En þetta hefur verið frábær tími og einmitt með því að fara svona út úr hefðbundnum leiðum tekst okkur að nálgast mannlífið og alþýðumenningu sveitanna.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Bjarna höfðu feðgarnir gengið um skóglendið sem umlykur bæinn Bonga, þar sem þeir dvöldu í nokkra daga. „Borg þessi er bæði í frumskógi og fjalllendi og hér gengur maður hvarvetna fram á litla sveitabæi þar sem, búa eins og í ævintýrunum, fátækir skógarhöggsmenn og sjálfsþurftarbændur,“ segir Bjarni. „Uppi í trjánum sveifla sér apar og það kemur fyrir að maður rekst á stærri skepnur eins og flóðhesta. Skemmtilegast er þó að kynnast mannlífinu og vera boðið í fátækrakaffi í litlum strákofum þar sem margfróðar og gamlar konur tala við okkur á sinni eigin tungu og við vitum það eitt að þær hafa frá mörgu að segja.“ Bjarni og Egill hafa einu sinni farið saman í sambærilegt ferðalag. Þá fóru þeir til Keníu og Úganda, ásamt Evu dóttur Bjarna. Þá var Egill aðeins 14 ára gamall, en hann varð 22 ára í nú febrúar. „Ætli megi ekki segja að forystan hafi þá verið í mínum höndum en það hefur snúist við enda er Egill orðinn mikill sérfræðingur í ferðalögum sem þessum,“ segir Bjarni. „Það er vissulega nokkurt harðræði fyrir 48 ára gamlan mann að fylgja honum eftir en gríðarlega skemmtilegt.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“