Innlent

Össur og Miliband skiptust á sms-skilaboðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Miliband er líklegur eftirmaður Browns. Mynd/ AFP.
David Miliband er líklegur eftirmaður Browns. Mynd/ AFP.
Þeir þrír kandídatar sem koma til greina sem forsætisráðherraefni Breta myndu allir reynast Íslendingum betur en Gordon Brown hefur gert, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Gordon Brown, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti í dag að hann myndi láta af forystuhlutverki sínu í flokknum. David Miliband, utanríkisráðherra Breta, þykir líklegur eftirmaður hans. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig stjórnarmyndunarviðræður fara og þaðan af síður hvort það verði leiðtogi Verkamannaflokksins, David Cameron, formaður íhaldsflokksins, eða Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata, sem mun stýra forsætisráðuneytinu á næstu árum.

Össur segir að þeir myndu allir reynast Íslandi betur en Brown hefur gert. Hann þekkir Miliband persónulega og skiptist á sms-skilaboðum um helgina þar sem umfjöllunarefnið var kosningar og eldgos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×