Innlent

Sjúkraflutningamenn hafa farið í 57 sjúkraflutninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn hafa haft í nógu að snúast í dag. Mynd/ Anton.
Slökkviliðsmenn hafa haft í nógu að snúast í dag. Mynd/ Anton.
Slökkviliðið var kallað í húsnæði í Vindakór á sjötta tímanum í dag. Þar hafi stíflast klóakleiðsla með þeim afleiðingum að klóakið lak af annarri hæð hússins niður á þá fyrstu og þurfti aðstoð slökkviliðsmanna við að hreinsa til.

Þá barst brunaboð frá Landspítala fyrr í dag en slökkviliðsmenn voru kallaðir til baka áður en síðar kom í ljós að ekki var þörf á slökkviliðsmönnum og voru þeir því kallaðir til baka.

Þá hafa slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sinnt 57 sjúkraflutningum á tímabilinu hálfátta í morgun til hálfátta í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×